Uppskeruhátíð 2., 3., og 4.flokks

Uppskeruhátið 2.flokks, 3.flokks og 4.flokks knattspyrnudeildar Hauak verður haldin í Schenkerhöllinni Ásvöllum laugardaginn 22. september nk. kl.12:30. Barna- og unglingaráð mun í samstarfi við Hauka í horni bjóða upp á pylsur. Síðan er öllum iðkendum boðið á síðasta heimaleik meistaraflokks karla á þessu tímabili sem hefst kl.14:00. Foreldarar og aðrir forráðamenn hjartanlega velkomnir.

Reykjanesmótið heldur áfram: Sigur í síðasta leik

Haukar taka á móti Stjörnunni í kvöld kl. 19.15 í Schenker-höllinni í Reykjanesmótinu. Er þetta þriðji leikur Hauka í mótinu en þeir eru búnir að vinna einn og tapa einum. Í síðasta leik unnu þeir góðan sigur á Breiðabliki þar sem rauðir fóru með sigur af hólmi 80-62. Arryon Williams var stigahæstur Haukamanna með 22 […]

Lengjubikarinn: Allir leikmennirnir komust á blað

Haukastelpur unnu Hamar 57-90 í Lengjubikarnum í kvöld en leikið var í Hveragerði. Stelpurnar áttu gott kvöld gegn 1. deildar liði Hamars og unnu öruggan sigur. Allir leikmenn Hauka komust á blað í leiknum en Bjarni Magnússon notaði alla 12 leikmenn sína í kvöld. Margrét Rósa Hálfdanardóttir var stigahæst með 20 stig og Auður Íris […]

Meistari meistaranna í kvöld

Handboltatímabilið hefst með formlegum hætti í kvöld þegar fram fara leikir sem nefnast meistari meistaranna í karla og kvennaflokki. Um er að ræða leiki þar sem Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðasta tímabils mætast. Hjá stelpunum mætast Valur og ÍBV og karlamegin HK og okkar menn í Haukum. Leikur HK og Hauka er leikinn í Digranesi og […]

Konukvöld Hauka

Stelpur takið frá  þann 27. október 2012 þá verður haldið „Konukvöld Hauka“ sem engin skvísa lætur fram hjá sér fara. Nánari dagskrá auglýst síðar. Bestu kveðjur, nefndin  

Frábær byrjun í getraunum

Getraunarstarfið hófst með miklum látum um helgina og einn tippari fékk 13 rétta, liðið Pappi. Fjöldi manna náði 12 réttum og ljóst að getraunasnillingum fjölgar hjá félaginu. Frábærir vinningar eru í boði í leiknum í ár og við skorum á alla þá sem enn hafa ekki skráð sig að koma og taka þátt. Rétt er […]

Lokahóf knattspyrndeildar

Lokahóf knattspyrnudeildar Hauka verður haldið í veislusal félagsins laugardaginn 22. september nk. og opnar húsið kl. 20:00.  Tilkynnt verður um val á leikmönnum ársins og efnilegustu leikmönnum í meistaraflokki karla og kvenna auk þess sem markahæstu leikmenn verða verðlaunaðir. Boðið verður upp á flottan kvöldverð og munu þeir Freyr Sverrisson og Hlynur Áskelsson, þjálfarar hjá […]

Haukar mæta Breiðablik í Reykjanesmótinu

Reykjanesmótið heldur áfram í kvöld þegar að Haukar taka á móti Breiðablik í Schenker-höllinni í kvöld kl. 19:15. Liðið mætti Grindavík á fimmtudaginn og höfðu gestirnir betur 66-73 en leikurinn var þrátt fyrir það frekar jafn og hefði sigurinn alveg eins getað endað Hauka meginn. Leikurinn í kvöld er annar leikur Hauka af fimm og […]

Stutt viðtal við Aron Kristjáns í tilefni af byrjun tímabils

Í tilefni af leikjum Hauka við lið HC Mojkovac frá Svartfjallalandi fékk heimasíðan Aron Kristjánsson þjálfara karlaliðs Hauka í handbolta og nýráðinn landsliðsþjálfara til þess að svara nokkrum spurningum tengdum komandi tímabili og leikjunum tveimur um helgina. ,,Mér líst ágætlega á veturinn. Það verður væntanlega hörð barátta um titlana í vetur og sæti í úrslitakeppninni […]

Reykjanesmót karla í körfuknattleik hefst í kvöld

Strákarnir í körfunni hefja leik í Reykjanesmótinu í kvöld þegar að Grindavík mætir í Schenker-höllina. Alls leika Haukar fimm leiki á mótinu og eru fjórir þeirra á heimavelli. Frítt er inn á völlinn í kvöld og er kjörið tækifæri til að berja liðið augum og sjá hvernig þeir koma undan vetri. Leikurinn hefst kl. 19:15. […]