Stórleikur á morgun! ÍR-Haukar

Haukar

Á morgun er einn af stóru leikjum handboltans hjá mfl. karla er þeir fara upp í Austurberg og mæta nýliðum ÍR. Þótt ÍR hafi komið upp úr 1 deild fyrir þessa leiktíð er ljóst að þeir ætla sér að vera í toppbaráttu í vetur. Ingimundur Ingimundarson, Sturla Ásgeirs, Sigurjón Björns og fyrrum félagi okkar Bjöggi Hólmgeirs hafa best við leikmannahóp þeirra og mikil stemmning í þeirra herbúðum. Okkar menn unnu Fram sannfærandi í síðasta leik eftir brotlendingu á móti HK í leiknum um meistara meistarana og má því búast við hörkuleik á morgun.

Mikil stemmning er hjá ÍR og fjölmenntu stuðningsmenn þeirra upp í Mosó í fyrsta leik þeirra. Reikna má með fullu húsi á morgunn í Austurbergi í fyrsta heimaleik þeirra í efstu deild í mörg ár. Um sjónvarpsleik er að ræða og metur því rúv þetta sem stórleik umferðarinnar. Allir leikmenn Hauka eru klárir fyrir utan Sigurberg Sveins sem verður vonandi klár í lok mánaðarins.

 

Hvetjum við því alla stuðningsmenn Hauka til að fjölmenna á morgunn og hvetja strákana okkar áfram og sjá vonandi handboltaleik í háspennu fyrir fullu húsi.

ÍR – Haukar, Austurberg, laugardagur 29. september kl. 15.45