Hafnarfjarðarslagur á morgun í Strandgötu!

Í dag hófst Deildarbikar HSÍ, Flugfélags Íslands bikarinn, að Strandgötu og sigruðu Haukamenn lið Fram með miklum yfirburðum, lokatölur 30-19. Í hinum undanúrslitaleiknum mættust FH og HK og þar var um að ræða spennandi og skemmtilega viðureign, en framlengingu þurfti til að ná fram úrslitum og lokatölur 28-26 FH í vil. Það verða því Haukar […]

Diljá og Tara Björk í Hauka

Haukar fengu í gær góðan liðsstyrk í kvennafótboltanum þegar hin unga og bráðefnilega Diljá Helgadóttir skrifaði undir samning við félagið til tveggja ára. Diljá, sem fædd er árið 1994 og spilar sem miðvallarleikmaður, hefur leikið upp alla yngri flokka í HK í Kópavogi. Síðastliðin vetur reyndi hún fyrir sér í fótboltaskóla í Noregi þar sem […]

Körfuknattleiksfólk Hauka 2011

Í árlegri jólaveislu Körfuknattleiksdeildar Hauka sem haldinn var s.l. föstudags kvöld var tilkynnt um val stjórnar Körfuknattleiksdeildar Hauka á körfuknattleiks-manni og konu Hauka 2011. Körfuknattleikskona Hauka 2011 var valinn Íris Sverrisdóttir. Í umsögn um valið kemur m.a. eftirfarandi fram „Frá því að Íris gekk til liðs við Hauka hefur hún verið einn af máttarstólpum liðsins […]

Frábær sigur á FH í gærkvöld

Strákarnir okkar unnu góðan sigur á FH í toppslag N1-deildarinnar í handbolta í Krikanum í gærkvöldi. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum allan fyrri hálfleik. Greinilegt var að mikið stress var í báðum liðum því mistökin í fyrri hálfeik voru gríðarlega mörg, mun fleiri en menn eiga að venjast frá þessum […]

Sá stóri í kvöld! – El Clasico

Eftir góðan sigur á Aftureldingu í síðasta leik er komið að langstærsta handknattleiksleik ársins á Íslandi! Við erum að tala um El Clasico, baráttuna um Fjörðinn! FH – Haukar!  Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst klukkan 19:30, við hvetjum alla sem áhuga hafa á handbolta að mæta og styðja sitt lið! Þetta verður rosalegt, […]

Haukar eiga 11 leikmenn í yngri landsliðum í körfunni

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið æfingahópa sína fyrir komandi mót þar sem U16 og U18 liðin fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð og U15 ára liðin fara á alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn. Í kjölfarið fara síðan U16 stúlkna og U18 karla í Evrópukeppnir næsta sumar. Haukar eiga alls 11 leikmenn í þessum hópum […]

Haukar taka á móti Aftureldingu í kvöld!

Í kvöld fer fram æsispennandi leikur í N1 deild karla á heimavelli okkar, Schenkerhöllinni! Haukar taka á móti Aftureldingu og ef marka má úrslit fyrri viðureignar liðanna á þessu tímabili verður leikurinn jafn og spennandi, en hún fór 21-22 fyrir Hauka í æsispennandi viðureign.  Afturelding hefur ekki riðið feitum hesti frá N1 deildinni hingað til […]

Riðlarnir klárir í Lengjubikarnum

KSÍ gaf í dag út riðlaskiptinguna í Lengjubikar karla og kvenna árið 2012. Keppnin hefst um miðjan febrúar og stendur yfir í um tvö mánuði. Í riðlinum sem karlaliðið er í, eru tveir síðustu Íslandsmeistarar, KR og Breiðablik auk þeirra liða eru Pepsi-deildarliðin, Fram og Selfoss og síðan 1.deildarliðin, BÍ/Bolungarvík, Þróttur R og Víkingur Ó. […]

Íris og Margrét Rósa valdar í A-landsliðshóp

Þær Íris Sverrisdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir voru s.l. fimmtudag valdar í æfingahóp fyrir A-landslið kvenna sem taka mun þátt í Norðurlandamótinu á næstkomandi vori. Þær hafa spilað mjög vel fyrir Hauka á þessu keppnistímabili og verið burðarrásar í liði Hauka sem unnið hefur sig upp í fjórða sæti Iceland Express deildarinnar eftir erfiða byrjun.   […]

Haukar B – Breiðablik í kvöld: Í beinni á Haukar TV

Haukar B spila gegn Breiðablik í kvöld í 32- liða úrslitum Poweradebikarsins. Leikið verður í Schenkerhöllinni kl. 20:00 og frítt inn. Haukar B hafa ekki farið jafn vel af stað í deildinni eins og vonir bundu við en liðið sýndi mikinn karakter þegar að það vann tvöfalda meistara Stjörnunnar B í síðast leik. Breiðablik leikur […]