Riðlarnir klárir í Lengjubikarnum

HaukarKSÍ gaf í dag út riðlaskiptinguna í Lengjubikar karla og kvenna árið 2012. Keppnin hefst um miðjan febrúar og stendur yfir í um tvö mánuði.

Í riðlinum sem karlaliðið er í, eru tveir síðustu Íslandsmeistarar, KR og Breiðablik auk þeirra liða eru Pepsi-deildarliðin, Fram og Selfoss og síðan 1.deildarliðin, BÍ/Bolungarvík, Þróttur R og Víkingur Ó.

Fyrsti leikur Hauka í Lengjubikarnum verður leikinn þann 17.febrúar í Fífunni, þegar Haukar og Breiðablik mætast.

Í riðlinum sem kvennaliðið er í, eru auk Hauka, ÍR, Álftanes, HK/Víkingur og BÍ/Bolungarvík en Haukar eru í riðli 2 í C-riðli.

Fyrsti leikur Haukastelpna er í Egilshöllinni gegn HK/Víking 25.mars næstkomandi.

Hægt er að sjá karlariðilinn hér

Hægt er að sjá kvennariðilinn hér