Diljá og Tara Björk í Hauka

Haukar

Haukar fengu í gær góðan liðsstyrk í kvennafótboltanum þegar hin unga og bráðefnilega Diljá Helgadóttir skrifaði undir samning við félagið til tveggja ára. Diljá, sem fædd er árið 1994 og spilar sem miðvallarleikmaður, hefur leikið upp alla yngri flokka í HK í Kópavogi. Síðastliðin vetur reyndi hún fyrir sér í fótboltaskóla í Noregi þar sem hún varð fyrir meiðslum og náði hún lítið að beita sér í sumar sökum meiðslanna en spilaði þó 9 leiki með 2.flokki HK/Víkings og skoraði í þeim 2 mörk. Hún hefur verið viðloðandi yngir landslið Íslands og á að baki einn leik með U17 ára landsliðinu. D

Diljá sagði í samtali við heimasíðuna að spennandi tímar væru framundan, sér lítist afar vel á félagið og þá umgjörð sem það hefur upp á að bjóða. 

Þá skrifaði Tara Björk Gunnarsdóttir, ung stúlka sem fædd er árið 1995 og hefur leikið upp yngri flokka hjá KA á Akureyri, einnig undir samning til tveggja ára fyrir stuttu. Tara Björk er fjölhæfur leikmaður sem getur bæði leikið á miðju og í sókn og hefur hún staðið sig gríðarlega vel síðan hún hóf æfingar hjá Haukum í byrjun nóvember síðast liðnum. Heimasíðan bíður þær Diljá og Töru Björk velkomnar í félagið og væntir mikils af þeim í framtíðinni í hinu unga og efnilega liði Hauka.