Öruggur sigur Haukastelpna á Fjölni

Hauka stelpur gerðu góða ferð í Grafarvoginn til Fjölnis í kvöld. Með sigrinum í kvöld unnu þær sinn fimmta sigur í röð og eru komnar í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur urðu 87 – 77 en sigur Hauka var öruggari en lokatölur gefa til kynna. Fjölnisstelpur byrjuðu leikinn betur og náðu forystu um miðjan 1 leikhluta […]

Góður liðsandi og stór sektarsjóður

Haukastelpur mæta liði Fjölnis í kvöld í Grafarvogi í IE-deild kvenna en Haukar hafa verið á mikilli siglingu undanfarið og til að mynda unnið fjóra leiki í röð. Liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir KR og Njarðvík sem að eru í 2.-3. sæti. Við heyrðum í Bjarna Magnússyni þjálfara liðsins […]

Öruggur sigur Grindavíkur á Haukum

Lengjubikarnum er lokið þetta árið fyrir Hauka en þeir spiluðu síðasta leikinn sinn í þeirri keppni í gærkvöldi þegar að þeir mættu Grindavík suður með sjó. Fyrir leikinn var Grindavík komið áfram og því að engu að keppa öðru en að vera fyrsta liðið á þessari leiktíð til að leggja þá gulklæddu af velli en […]

Öruggur sigur á Val í æfingaleik

Haukar sýndu Val enga miskunn í æfingaleik sem fram fór í Kórnum í dag. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur skallamörkum Vals. Valsmenn komumst yfir í leiknum en Haukar skoruðu hinsvegar þrjú mörk áður en Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Haukar bættu svo við sínu fjórða marki áður en Valsmenn minnkuðu muninn […]

Haukar og Valur eigast við á sunnudag

Í Kórnum í Kópavogi, munu Haukar og Valur mætast í æfingaleik, á morgun, sunnudag. Hefst leikurinn 17:30. Búast má við hörkuleik þó einungis sé um að ræða æfingaleik, þetta er þriðji æfingaleikur Hauka á undirbúningstímabilinu. Sigurbjörn Örn Hreiðarsson spilandi aðstoðarþjálfari Hauka mun mæta sínum fyrrum liðsfélögum í fyrsta sinn á morgun. Við hvetjum fólk að […]

Svekkjandi tap gegn Tindastóli

Tindastóll hafði betur í slagnum um 10. sætið í IE-deildinni í gær þegar liðin mættust í Schenkerhöllinni. Um baráttu leik var að ræða þar sem að varnir beggja liða voru þéttar á löngum köflum og oftar en ekki þurftu liðin að sætta sig við ekkert merkileg skot á loka sekúndum skotklukkunnar. Liðin skiptust á að […]

Haukastelpur vinna fjórða leikinn í röð

Haukastelpur tóku á móti vinum okkar úr Snæfelli í kvöld. Haukastelpur sýndu gestum sýnum enga gestrisni fyrr en eftir leik því Haukar byrjuðu leikinn með miklum látum og skoruðu fyrstu 12 stig leiksins á innan við 2 mínútum þar af Íris Sverrisdóttir með 2 þrista. Ingaþór þjálfara Snæfells leist greinilega ekkert á blikuna og tók […]

Góður árangur Hauka á Íslandsmeistaramóti í karate

Um nýliðna helgi fór fram Íslandsmeistaramót í Kumite (í frjálsum bardaga) og áttu Haukar þar þrjá keppendur þá Guðbjart Ísak Ásgeirsson, Helga Frey Jónsson og Kristján Ó. Davíðsson. Þeir stóðu sig allir með stakri prýði og komu klyfjaðir verðlaunum af mótinu. Í -75kg flokki mættust liðsfélagarnir Guðbjartur Ísak Ásgeirsson og Kristján Ó. Davíðsson og hafði […]

Toppslagur í Safamýri á fimmtudag.

Fimmtudaginn 24. nóvember sækja Haukastrákar hitt toppliðið í N1 deildinni heim, Fram. Fram deila efstu 2 sætunum með Haukum en liðin eru jöfn að stigum með 12 stig en Haukar eiga að vísu frestaðan leik til góða. Fram er eina liðið sem lagt hefur Haukamenn það sem af er tímabils og má búast við að […]