Öruggur sigur á Val í æfingaleik

HaukarHaukar sýndu Val enga miskunn í æfingaleik sem fram fór í Kórnum í dag. Haukar skoruðu fjögur mörk gegn tveimur skallamörkum Vals.

Valsmenn komumst yfir í leiknum en Haukar skoruðu hinsvegar þrjú mörk áður en Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.

Haukar bættu svo við sínu fjórða marki áður en Valsmenn minnkuðu muninn í tvö mörk. Það var aðstoðarþjálfarinn okkar, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson sem jafnaði metin eftir að Halldór Kristinn Halldórsson hafði komið Val yfir.

Ásgeir Þór Ingólfsson kom Haukum síðan yfir 2-1 með skoti fyrir utan teig og Björgvin Stefánsson skoraði þriðja mark Hauka eftir góðan undirbúning frá Magnúsi Páli Gunnarssyni en Björgvin lagði boltann í netið með vinstri, eins og enginn væri morgundagurinn.

Fjórða mark Hauka skoraði síðan Valur Fannar Gíslason að miklu harðfylgi. Atli Sveinn Þórarinsson minnkaði síðan muninn fyrir Val og þar við sat, 4-2 sigur Hauka staðreynd í fjörugum leik.

 

Byrjunarlið Hauka í leiknum var eins og hér segir: Daði Lárusson – Hróar Sigurðsson, Gunnlaugur Fannar Guðmundsson, Valur Fannar Gíslason, Kristján Ómar Björnsson – Aron Jóhann Pétursson, Hilmar Trausti Arnarsson, Sigurbjörn Örn Hreiðarsson, Ásgeir Þór Ingólfsson, Björgvin Stefánsson – Magnús Páll Gunnarsson.

 

Varamenn Hauka: Þórir Guðnason, Benis Krasniqi, Alexander Freyr Sindrason, Enok Eiðsson, Aron Smárason, Aron Freyr Eiríksson, Úlfar Hrafn Pálsson.

Allir varamenn Hauka komu við sögu í leiknum.