Öruggur sigur Haukastelpna á Fjölni

Hauka stelpur gerðu góða ferð í Grafarvoginn til Fjölnis í kvöld. Með sigrinum í kvöld unnu þær sinn fimmta sigur í röð og eru komnar í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur urðu 87 – 77 en sigur Hauka var öruggari en lokatölur gefa til kynna.

Fjölnisstelpur byrjuðu leikinn betur og náðu forystu um miðjan 1 leikhluta 12-8. Þá tók Haukaliðið við sér og beyttu þær góðri svæðispressu allan völlinn og náðu fyrir vikið að stela boltanum nokkrum sinnum af Fjölnisstúlkum og breyttu stöðunni á stuttum tíma í 12 -16 fyrir Hauka. 

Jafnræði var síðan með liðinum í fyrst leikhluta sem endaði 19-21 fyrir Hauka en Jence Rhoads skoraðium leið og leikklukkaan flautaði í lok fyrsta hluta.

Haukar voru sterkari í öðrum leikhluta og náðu mest 12 stiga forystu í stöðunni 26-38 og virtust vera að keyra fram úr en Birna Eiríksdóttir í Fjölni var ekki á því að hleypa Haukastelpum langt fram úr og setti niður 2 þrista spjaldið ofan í lok 2 leikhluta og hélt Fjölnisstelpum inni í leiknum.

Fyrri hálfleik lauk síðan með góðri forystu Hauka 33-40 þar sem Margrét Rósa, Jence og Hope voru að spila best. Vörninn var þó aðalsmerki Hauka i fyrri hálfleik og skiptust Jence, Íris og Guðrún á að halda Britney Jones aðal  stigaskorara Fjönis niðri en hún hafði einungis skorað 4 stig í fyrri hálfleik. Ef Britney komst inn í teiginn tóku Sara og Hope við að loka á hana og átti hún í mestu vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna í fyrri hálfleik.

Haukastelpur skiptu nokkuð um gír í þriðja leikhluta en þá byrjaði Fjölnir á að spila svæðisvörn sem Haukar náðu að opna vel með vel skipulögðum leik þar sem þær Íris, Guðrún, Margrét Rósa og Auður voru að hitta vel úr þriggja stiga skotum en Haukar voru með hvorki meira né minna en 64,2%  hittni í þriggja stiga skotum í kvöld þar af Margrét Rósa og Íris með 100% nýtingu. Haukar unnu leikhlutan 23 – 29 þar sem meiri hluti stiganna kom úr þriggjas stiga skotum og hraðaupphlaupum. Skemmtileg tilþrif sáust hjá Haukum í þeikhlutanum í hraðaupphlaupum þar sem erlendu leikmenn Hauka sýndu báðir af sér óeigingjarnan leik og spiluðu hvorn annan uppi sem og samherja sýna. Staðan eftir þriðja leikhluta 56 – 69 fyrir Hauka þar sem segja má að góð barátta Fjölnis hafi haldið þeim inni í leiknum. Haukar léku eins og þeir sem hafa valdið og hleyptu Fjölni aldrei nálægt sér.

Fjórði leikhluti varð aldrei spennandi þar sem Fjölnir náði mest að koma muninum niður í 8 stig en Haukar náðu mest 16 stiga forystu um tíma. Lokatölur leiksins urðu síða 77 – 87 fyrir Hauka þar sem alllir leikmenn Hauka sem spiluðu leikinn voru að spila vel fyrir liðið. Stiga skor dreyfðist vel en stigahæst varð Margrét Rósa með 21 stig og með yfir 80% nýtingu á skotum sinum, Íris Sverris var næst með 19 stig  og síðan komu Jence og Hope með 16 stig hvor en Jence var auk þess með 6 fráköst og 8 stoðsendingar í leiknum. Hope tók einnig 6 fráköst og átti 2 stoðsendingar.

Virkilega góður sigur liðsheildar Hauka í þessum leik!