Shuler og Ringgold leika með mfl. kk á næstu leiktíð

Haukar hafa gengið frá ráðningu við sína erlendu leikmenn fyrir komandi áttök í Iceland Express deild karla. Ljóst var nú fyrr í sumar að Semaj Inge myndi ekki snúa aftur til Hauka en möguleiki var á að hann myndi koma og leika annað tímabil með Hafnarfjarðarliðinu. Í stað þeirra Semaj Inge og Gerald Robinson munu […]

Nemanja Malovic: Ég er orðinn mjög spenntur

(frétt af sport.is) Nemanja Malovic sem á dögunum skrifaði undir eins árs samning við handknattleikslið Hauka segist vera orðinn mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands og hefja undirbúningstímabilið með Haukum. Nemanja Malovic er á 20. aldursári, er frá Svartfjallalandi og spilar stöðu hægri skyttu. Malovic er uppalinn í svartfellska liðinu Cetinje Zeppelins en […]

Góður Haukasigur gegn ÍR í gærkvöldi

Haukastrákarnir í fótboltanum minnkuðu forskot Selfoss í öðru sæti deildarinnar niður í 4 stig í gær þegar lið ÍR kom í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn var mikil skemmtun og alls litu 5 mörk ljós ásamt fjölda dauðafæra en markvörður ÍR var klárlega maður leiksins hjá gestunum. Mörk Hauka: Úlfar Hrafn Pálsson (12. min.), Alieu Jagne […]

Haukasigur á Framvellinum

Sigurganga Haukastúlkna í 1. deildinni hélt áfram í gærkvöldi þegar þær léku við Fram á Framvellinum. Sigur vannst, 2-0 með mörkum frá Dagbjörtu Agnarsdóttur í fyrri hálfleik og Sarah Elnicky í síðari hálfleik. Í spjalli við haukar.is eftir leik sagði Heimir Porca þjálfari Hauka að þetta hefði verið erfiður leikur. Framstúlkur hefðu staðið sig vel og með heppni hefðu þær […]

Haukadagur hjá A4 þriðjudaginn 9. ágúst n.k.

það er orðin hefð fyrir því að halda Haukadag í samvinnu við A4 í byrjun ágúst. Allir Haukamenn fá 15% afslátt og félagið fær síðan 5% af þeirri veltu sem skapast með viðskiptum félagsmanna. Það eina sem þarf til að fá afsláttinn er að segja að viðkomandi sé félagi í Haukum.  Haukadagurinn hjá A4 verður […]

3. flokkur Hauka Rey Cup meistari

Þróttur hélt sitt árlega Rey Cup mót í Laugardalnum dagana 20. – 24. júlí sl. og var þetta í 10. skipti sem mótið fer fram. Stúlkurnar í 3. flokki Hauka, árgangar 1995 og 1996, gerðu vel á mótinu og stóðu uppi sem sigurvegarar í keppni 7 manna liða.  Leikið var í tveimur riðlum og komust þau þrjú […]

Fótbolti karla á Ásvöllum í kvöld, Haukar – ÍR

Haukar taka á móti ÍR í 1. deild karla í kvöld, miðvikudag, og hefst leikurinn klukkan 20:00. Eins og venjan er þegar Haukar taka á móti liðum verður leikurinn leikinn á gervigrasinu að Ásvöllum. Veðráttan lék ekki við margan Íslendinginn á höfuðborgasvæðinu í gær en það mun ekki hafa áhrif á iðagrænan völlinn okkar að […]

Fram – Haukar á miðvikudagskvöld

Meistaraflokkur kvenna leikur við Fram á miðvikudagskvöld á Framvellinum og hefst leikurinn kl. 20:00. Haukastúlkur hafa spilað vel í síðustu þremur leikjum, skilað níu stigum í hús og skorað tólf mörk en ekki fengið á sig mark. Það er vonandi að þetta góða gengi haldi áfram. Til að svo verði þurfa Haukastúlkur að koma einbeittar til leiks. Framstúlkur verða nú […]

Golfmót Hauka 2011 – 19. ágúst

Einn af árlegum viðburðum í starfi Hauka er að halda veglegt golfmót sem nýtur alltaf mikilla vinsælda enda Haukafólk fádæma skemmtilegt og hresst fólk en að auki finnast líka margir góðir golfarar innan félagsins, þar af nokkrir margfaldir Íslandsmeistarar, svo sem Björgvin Sigurbergsson, Sveinn Sigurbergsson og Úlfar Jónsson. Þetta mót er ekki bara skemmtun heldur […]

Öruggur sigur á Tindastól

Haukastúlkur léku við Tindastól á Ásvöllum í gærkvöldi. Sigur vannst, 5-0, sem eru sömu úrslit og í fyrri leik liðanna á Sauðárkróki eftir að staðan í hálfleik hafði verið 3-0.  Markaskorarar Hauka í leiknum voru þær Lovísa Einarsdóttir með tvö fyrstu mörkin, Sarah Elnicky með það þriðja með skalla og í síðari hálfleik skoruðu þær Kristín Ösp Sigurðardóttir og Marcela […]