Góður Haukasigur gegn ÍR í gærkvöldi

Alieu Jagne í leik Hauka og ÍR.Haukastrákarnir í fótboltanum minnkuðu forskot Selfoss í öðru sæti deildarinnar niður í 4 stig í gær þegar lið ÍR kom í heimsókn á Ásvelli. Leikurinn var mikil skemmtun og alls litu 5 mörk ljós ásamt fjölda dauðafæra en markvörður ÍR var klárlega maður leiksins hjá gestunum. Mörk Hauka: Úlfar Hrafn Pálsson (12. min.), Alieu Jagne (53. min.) og Hilmar Rafn Emilsson (66. min.) Mörk ÍR: Jón Gísli Ström (31. min.) og Haukur Ólafsson (60. min., víti). Eftir leikinn var Hilmar Rafn Emilsson valinn maður leiksins í boði KFC.
Haukaliðið sýndi klærnar í gær og allir virkuðu staðráðnir í að gefa allt sitt í leikinn sem skilaði þeim sanngjörnum sigri. Einnig er ekki úr veg að hrósa áhorfendum fyrir að láta á köflum vel í sér heyra en gildi hvatningar er mikið í svona baráttuleikjum.

Næsti leikur Hauka er heimaleikur gegn KA annan laugardag, 6. ágúst, kl. 16:00.

Góða helgi en farið þið varlega.

Áfram Haukar!