Haukasigur á Framvellinum

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  4.jpgSigurganga Haukastúlkna í 1. deildinni hélt áfram í gærkvöldi þegar þær léku við Fram á Framvellinum. Sigur vannst, 2-0 með mörkum frá Dagbjörtu Agnarsdóttur í fyrri hálfleik og Sarah Elnicky í síðari hálfleik.

Í spjalli við haukar.is eftir leik sagði Heimir Porca þjálfari Hauka að þetta hefði verið erfiður leikur. Framstúlkur hefðu staðið sig vel og með heppni hefðu þær getað skorað mörk í fyrri hálfleik.  Þær hefðu verið fastar fyrir og duglegar og virðast hafa tekið miklum framförum frá fyrri leik félaganna í sumar.  Að ná stigi af Völsungi á Húsavík eins og Fram gerði á dögunum væri gott og sýndi að Framliðið væri erfitt viðureignar.

Um leik Haukastúlkna sagði þjálfarinn að þessi leikur hefði ekki verið besti leikur Hauka.  Sigur væri hins vegar sigur og það væri ekki auðvelt að ná sigri á útivelli á móti Fram eins og Haukastúlkur gerðu á Framvellinum. Hann kvaðst því í lok samtals vera ánægður með góðan sigur á Fram. 

Næsti leikur Hauka verður við ÍR á ÍR vellinum þriðjudaginn 9. ágúst og hefst leikurinn kl. 19:00.  Stöðuna í riðlinum og upplýsingar um næstu leiki má sjá hér, http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186.

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  2.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  3.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  6.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  9.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  5.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  11.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  17.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  14.jpg

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  15.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/fram - haukar myndir  1.jpg