Golfmót Hauka 2011 – 19. ágúst

Rauði jakkinn sem keppt er um ár hvert í punktakeppni á golfmóti Hauka Einn af árlegum viðburðum í starfi Hauka er að halda veglegt golfmót sem nýtur alltaf mikilla vinsælda enda Haukafólk fádæma skemmtilegt og hresst fólk en að auki finnast líka margir góðir golfarar innan félagsins, þar af nokkrir margfaldir Íslandsmeistarar, svo sem Björgvin Sigurbergsson, Sveinn Sigurbergsson og Úlfar Jónsson. Þetta mót er ekki bara skemmtun heldur líka fjáröflun fyrir félagið og þeir sem sjá um það kalla sig Hauka í holu. Úrslit í mótinu frá upphafi má sjá hér neðar í fréttinni.
Upphafið að mótinu má rekja til afmælisveislu Guðmundar Haraldssonar sem haldin var í Hvammsvík í maí 1990. Ákveðið var að halda golfmót með gestunum í afmælinu. Þátttakendur voru um 20 og spiluðu þeir golf í Hvamsvík í ógleymanlegu veðri. Almenn ánægja var með mótið sem varð kveikjan að því að ákveðið var að halda Haukagolfmót að ári. Mótið var svo haldið í Hvammsvíkinni til 1992 og var þá flutt á Hvaleyrarvöllinn.
Í fyrstu var mótið í umsjón bræðranna Guðmundar og Ingimars Haraldssona en eftir að mótið fluttist á Hvaleyrina bættist einn góður Haukamaður í hópinn, Guðmundur Friðrik Sigurðsson.
Þátttakendum í mótinu hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum og voru þeir um 120 í síðasta móti í ágúst 2010. Haukar.is skora á alla sem á kylfu geta haldið að skrá sig í mótið en bæði er keppt í höggleik og punktakeppni. Hægt er að skrá sig í mótið með því að smella HÉR.

Frá upphafi hefur verið keppt um Rauða Jakkann. Fyrsti jakkinn sem var notaður var að vísu vínrauður vinnujakki sem Ingimar Haraldsson var hættur að nota. Í punktakeppni er keppt um Rauða Jakkann en í höggleik er keppt um Baddaskjöldinn. Einnig hafa verið veitt eignarverðlaun fyrir 1. – 3. sætið í punktakeppninni auk nándarverðlauna. Baddaskjöldurinn er gefinn til minningar um góðan félaga, Guðbjart Jónsson, en börn Guðbjarts, Rósa og Ásgeir hafa ætið séð um að afhenda skjöldinn. Það voru félagar í veiðiklúbbi Hauka, Haukur á stöng, sem gáfu skjöldinn í minningu stofnandans. Þeir félagar Bjarni Hafsteinn Geirsson og Guðbjartur Jónsson heitinn sáu um að Haukafáninn væri dreginn að húni og félagsfáninn settur upp í golfskálanum á Hvaleyrinni. Tóku þeir á móti keppendum, gengu frá skorkortum eftir keppni og sáu um að allt gengi upp. Sannarlega hrókar alls fagnaðar.
Haukafélagar í fyrirtækjarekstri jafnt sem einstaklingar hafa alla tíð stutt dyggilega við mótið og gefið myndarleg verðlaun, þannig að allir sem vettlingi hafa valdið og á golfkylfu haldið hafa farið heim með verðlaun í mótslok. Haukamótið þykir með glæsilegustu mótum sem haldin eru á Hvaleyrarvelli.  Fer þar saman besti golfvöllurinn og golfmót besta félagsins.

Myndarlegur ágóði hefur verið af mótinu alla tíð og hefur honum verið varið til eflingar starfssemi hinna ýmsu deilda Hauka. Við opnun sögusýningarinnar á Ásvöllum 26. mars s.l. þá komu forsvarsmenn Hauka í holu færandi hendi og gáfu félaginu tvö glæsileg 50“ sjónvarpstæki ásamt DVD spilurum,
myndin hér að neðan er tekin við það tækifæri. Haukar þakka Haukum í holu fyrir myndarlegar gjafir og vona að golfmót Hauka haldi áfram að dafna í komandi framtíð.

Haukar í holu ásamt Steinþóri og SS.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér að neðan gefur að líta úrslitin úr golfmóti Hauka frá upphafi:

Rauði Jakkinn

Baddaskjöldurinn

1990

2005

Davíð Arnar Þórsson

Þórdís Geirsdóttir

1991

2006

Lars Erik Johansen

Björgvin Sigurbergsson

1992

2007

Sigurður Aðalsteinsson

Snorri Páll Ólafsson

1993

2008

Baldvin Jóhannsson

Haukur Jónsson

1994

2009

Sigurður Guðmundsson

Kristján Ragnar Hansson

1995

2010

Sigurður Guðmundsson

Jónas Hagan Guðmundsson

1996

 

Ólafur H. Ólafsson

 

1997

 

Sigurgeir Marteinn Sigurgeirsson

 

1998

 
   

1999

 

Haraldur Örn Sturluson

 

2000

 
   

2001

 
   

2002

 

Ólafur Valgeir Guðjónsson

 

2003

 

Páll Ólafsson

 

2004

 

Ingvar Kristinsson

 

2005

 

Sigurjón Hilmarsson

 

2006

 

Steingrímur Hálfdánarson

 

2007

 

Ólafur Davíð Jóhannesson

 

2008

 

Guðbjartur Ísak Ásgeirsson

 

2009

 

Margrét Sigmundsdóttir

 

2010

 

Ingvar Guðmundsson