3.flokkur kvenna leikur í úrslitum um helgina

Um helgina fara fram úrslit í 3.flokki karla og kvenna í Austurbergi í Breiðholtinu. Þar verður leikið í undanúrslitum á laugardaginn og úrslitin verða síðan leikinn á sunnudaginn. Þar eigum við Haukar, eitt lið en 3.flokks kvennaliðið mætir Deildarmeisturunum í Stjörnunni klukkan 14:00.   Í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan HK og KA/Þór.   Haukar og […]

Hauka stelpur leika úrslitaleik

Meistarflokkur kvenna í knattspyrnu leika úrslitaleik í Lengjubikar kvenna B deild við ÍBV. Leikurinn fer fram nú á laugardag kl. 13:00 í Kórnum Kópavogi. Stelpurnar eru sem stendur efstar í riðlinum á markatölu með jafn mörg stig og ÍBV og FH, sem leika á föstudagskvöld innbyrðis. Með sigri í leiknum á laugardag  ættu Hauka stelpur að tryggja […]

Sigurbergur Sveinsson í atvinnumennskuna

Sigurbergur Sveinsson mun fara í atvinnumennskuna að loknu yfirstandandi tímabili og ganga í raða þýska úrvalsdeildarliðsins Dormagen. Frá þessu var gengið í mikill sátt við Hauka enda hefur það verið sameiginlegt markmið félagsins og Sigurbergs að hann færi í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Sigurbergur bætist því í fjölmennan hóp Haukamanna sem leika erlendis. Haukar óska […]

Upphitun fyrir úrslitaeinvígið: Umfjöllun um markverði liðanna

Spennan magnast fyrir stórleik Hauka og Vals í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild karla. Blásið verður til leiks kl. 20:00 á Ásvöllum. Það verður öllu tjaldað til á Ásvöllum til að gera umgjörðina í kringum leikina eins skemmtilega og hægt er. Sögur hafa heyrst af þungaflutningum seint um kvöld þar sem öflugum tækjum er […]

Upphitun fyrir úrslitaeinvígið: Umfjöllun um leikstjórnendur liðanna

Úrslitaeinvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik hefst á föstudagskvöldið á Ásvöllum. Það má segja að þarna mætist stórveldi ólíkra tímabila í íslenskum handknattleik. Haukar geta þannig tryggt sér sjöunda Íslandsmeistaratitilinn í karlaflokki frá árinu 2000 leggi liðið Val að velli í einvíginu. Íslandsmeistarabikarinn hefur því nær sleitulaust haft aðsetur á Ásvöllum á þessari öld. Valur var hins vegar ótvírætt […]

Haukar Íslandsmeistari í 6 fl yngra ár.

Haukar og FH urðu um helgina Íslandsmeistarar 6.flokks karla yngra ár en lokamótið var um helgina í Vestamannaeyjum. Bæði lið enduðu tímabilið með 28 stig og voru jöfn á öllum tölum. Í þriðja sæti var svo ÍR 1 með 17 stig.  Þjálfari flokksins var Jóhann Ingi Guðmundsson og honum til halds og trausts var Brynjólfur Snær […]

SléttuÚlfurinn situr fyrir svörum í dag

Sléttiúlfurinn, Úlfar Hrafn Pálsson hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði þó minnst tengt knattspyrnu. Hann var rekinn sem blaðberi hjá Morgunblaðinu á köldum vetri degi. Hann varð pabbi fyrir ekki svo löngu og hefur fjárfest sér í nýju sléttujárni. Undanfarna daga hefur þetta hinsvegar breyst, eftir að hafa farið í aðgerð vegna meiðsla hefur hann […]

Upphitun fyrir úrslitaeinvígið: Umfjöllun um hornamenn liðanna

Á föstudaginn hefst úrslitaeinvígi Hauka og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Haukasíðan mun fjalla um leikmenn liðanna næstu daga og í dag er kastljósinu beint að hornamönnunum. Bæði lið hafa á að skipa sterkum hornamönnum sem gegna lykilhlutverki í leik liðanna. í Val er Arnór Þór Gunnarsson í hægra horninu og Baldvin Þorsteinsson og Gunnar Ingi Jóhannsson í því […]

Haukastúlkur unnu FH

Haukastúlkur mættu FH í Lengjubikar B-deild í kvöld og höfðu 2 – 0 sigur. Fyrri hálfleikur var markalaus en Hauka stjórnuðu leiknum. Seinni hálfleikur byrjaði með sama hætti og stúlkurnar héldu áfram að stjórna leiknum. Fyrra mark Hauka kom eftir að nýr leikmaður Hauka Sara Jordan vann boltann á vítateig FH og sendi fyrir markið […]