Sigurbergur Sveinsson í atvinnumennskuna

Sigurbergur Sveinsson hefur samið við þýska liðið DormagenSigurbergur Sveinsson mun fara í atvinnumennskuna að loknu yfirstandandi tímabili og ganga í raða þýska úrvalsdeildarliðsins Dormagen. Frá þessu var gengið í mikill sátt við Hauka enda hefur það verið sameiginlegt markmið félagsins og Sigurbergs að hann færi í atvinnumennsku eftir þetta tímabil. Sigurbergur bætist því í fjölmennan hóp Haukamanna sem leika erlendis. Haukar óska Sigurbergi og fjölskyldu hans innilega til hamingju með þennan árangur. Þótt erfitt verði að sjá á bak Sigurbergi þá kveður félagið hann með stolti og þakklæti fyrir samveruna mörg undanfarin ár. Nú er svo bara verkefnið að tryggja að Sigurbergur fari til Þýskalands sem nýkrýndur Íslandsmeistari! Allir á völlinn í kvöld!