KFUM félögin kljást um Íslandsmeistaratitilinn

Eftir sigur Vals á Akureyri í framlengdum þriðja leik liðanna í undanúrslitum N1 deildar karla liggur fyrir að Haukar og Valur mætast í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Þetta er annað árið í röð sem þessi KFUM félög takast á um titilinn en í fyrra lauk viðureigninni með 3-1 sigri Hauka þar sem Haukastrákarnir fögnuðu í Vodafone-höllinni. […]

Þórarinn Engilbertsson skrifar undir hjá Háskóla í Bandaríkjunum

Næstkomandi miðvikudag mun Þórarinn Engilbertsson þjálfari 3. og 4.flokks kvenna sem og 6. flokk karla skrifa undir samning sem umboðsmaður hjá Háskólanum í Baltimore. Hann mun hafa yfirumsjón á að finna ungar og efnilegar stúlkur hér á landi fyrir Háskólann. Þórarinn hefur náð frábærum árangri sem þjálfari hjá yngri flokka liðum Hauka í kvennabolta hér […]

Haukum spáð síðasta sæti

Meistaraflokki karla í knattspyrnu er spáð tólfta sæti af þeim tólf liðum sem taka þátt í Pepsi-deildinni í sumar en um spánna sjá sérfræðingar fótbolta.net. Haukar komust upp í efstu deild á síðustu leiktíð eftir að þeir komu allrækilega á óvart og enduðu í öðru sæti fyrstu deildarinnar. Það er þó ekki talið að þeir […]

Myndir frá leikjum unglingaflokks

Henning Freyr Henningsson var með myndavélina á lofti á leiknum og smellti nokkrum myndum við verðlaunaafhendingu beggja flokka. Einnig má finna myndir úr leik Hauka og Njarðvíkur og úr leik Hauka og Keflavíkur á karfan.is. Efri röð f.v.:Ívar Ásgrímsson, þjálfari, Andri Freysson, Ásgeir Einarsson, Örn Sigurðarson, Bjarni Rúnarsson, Helgi Björn Einarsson, Haukur Óskarsson, Arnar Hólm Kristjánsson og Uni Jónsson.Neðri […]

Haukar leika gegn FH í Lengjubikar kvenna

Haukar leika gegn FH í Lengjubikar kvenna þriðjudaginn 27. apríl kl. 20:00. Haukar eru sem stendur í 3. sæti riðilsins en geta með sigri í tveimur síðustu leikjunum tryggt sér sigur í riðlinum. Það er mikilvægt að koma og styðja stelpurnar í leiknum.

Haukar Íslandsmeistarar í Unglingaflokki

Haukar urðu Íslandsmestarar í Unglingaflokki karla og kvenna í dag í tveim hörku leikjum. Báðir leikir byggðust þannig upp að útlitið var ekkert of bjart en með harðfylgni náðu Haukar í báðum tilfellum að skjótast fram úr og sigra. Rannveig Ólafsdóttir og Örn Sigurðarson voru útnefnd menn leiksins en Rannveig gerði 15 stig í leiknum […]

Silfur hjá 10. flokki

Stúlknaflokkur beið ósigur gegn sterku liði Keflavíkur í úrslitum 10. flokks kvenna í dag en leikið var í Smáranum. Haukaliðið barðist mjög vel og stóðu í Keflvíkingum framan af en svo fór að Keflavík sigraði með 18 stigum 74-56. Haukar lentu í öðru sæti Íslandsmótsins og eru því silfurhafar í 10. flokki kvenna Margrét Rósa […]

Árshátíðarvideo meistaraflokka í körfu

Meistaraflokkar Hauka í körfuknattleik héldu á dögunum lokahóf sitt og tókst það með eindæmum vel. Í tilefni dagsins var gert video og hljót Elvar Steinn Traustason og Helena Brynja Hólm miklar þakkir fyrir.

Þrír flokkar Hauka í úrslit

Það verða þrír flokkar Hauka sem munu leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik í Smáranum á morgun. Í dag fór fram undanúrslit í 10. flokki kvenna og unglingaflokki karla og unnust báðir leikir. Unglingaflokkur vann Val nokkuð örugglega, 85-74, og voru yfir allan tímann. Örn Sigurðarson var stigahæstur Haukastráka með 28 stig og 14 fráköst.  10. flokkur kvenna vann […]

Haukar – HK leikur 2 kl. 16:00 í dag – Viðtal við Aron Rafn

Seinna í dag eða kl. 16:00 í Digranesi er annar undanúrslitaleikur milli Hauka og HK að þessu tilefni heyrði Haukasíðan í nýjasta A-landsliðsmanni Hauka en það er markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson. Aron er tvítugur gríðlega stór markmaður sem er ennþá í 2. flokki sem eru komnir í úrslit Íslandsmótsins en nánar um það síðar því […]