SléttuÚlfurinn situr fyrir svörum í dag

Úlfar Hrafn sem var rekinn sem blaðberi Morgunblaðsins situr fyrir svörum í dag.Sléttiúlfurinn, Úlfar Hrafn Pálsson hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði þó minnst tengt knattspyrnu. Hann var rekinn sem blaðberi hjá Morgunblaðinu á köldum vetri degi. Hann varð pabbi fyrir ekki svo löngu og hefur fjárfest sér í nýju sléttujárni.

Undanfarna daga hefur þetta hinsvegar breyst, eftir að hafa farið í aðgerð vegna meiðsla hefur hann hafið æfingar á nýjan leik hjá Haukum og í dag situr hann fyrir svörum.

 

Nú eru þið komnir frá Portúgal, hvernig var sú ferð?

Hún var geysilega fín. Ég fékk að fara á mína fyrstu æfingu í þrjá mánuði þannig ég fór sáttur heim.

Var eitthvað sem stóð uppúr í ferðinni?

Kristján Óli var náttúrulega maður ferðarinnar. Ekki nóg með að hann skoraði, heldur hélt hann góða skapinu uppi og bjargaði kjúklingunum frá því að halda á boltunum. Og það má kannski fylgja að Pétur Ásbjörn vaknaði alla dagana klukann 07:00 til að tana fyrir mat og svo fór hann aftur út á bekk þangað til að rigningin kom.

Nú hefur lítið sést til þín á knattspyrnuvellinum á undirbúningstímabilinu, en þú fórst í aðgerð fyrr í vetur. Hvað getur þú sagt okkur um þau meiðsl og hvernig eru batahorfur?

Bara himnaríki að komast í bolta og losna við þessar helv… jafnvægisæfingar sem ég hef búinn að vera í. Ég get titlað mig aftur sem fótboltamann staðin fyrir jafnvægiskónginn. En Ásgeir, litla systir mín mun taka við því á vegna meiðslana sem hann lenti í.

Hvernig er það svo að vera byrjaður að æfa aftur eftir meiðslin?

Jájá, ég meina þessi hópur hefur farið saman úr 2.deild upp úr henni og í 1.deild og upp úr henni þannig maður er ekkert að fara að hætta núna. Ég hef fulla trú á okkur.

Finnur þú fyrir meiri breytingu á hópnum að vera undirbúa sig fyrir Pepsi-deildina heldur en 1.deildina fyrir ári?

Já, menn taka þessu að meiri alvöru og æfingarnar eru líka fjölbreytari núna og allt í kringum æfingarnar segja til um það hvert við erum komnir og á hvað við stefnum.

Nú hefur þú verið að spila bæði í vinstri bakverði sem og á vinstri kantinum. Hvar má búast við að sjá þig í sumar?

Kantinum ekki spurning. Kristján Ómar má eiga þennan djöfu.. bakvörð. Neinei það fer bara eftir hvar Andri þjálfari stillir mér upp . Það er nú betra að vera inn á heldur en á bekknum.

Hverjir verða styrkleikar Hauka í sumar?

Hraðir fram á við. Gott líkamlegt form, flottur mórall og múrað fyrir markið, komumst langt á því myndi ég halda.

Hvernig gengur svo föðurhlutverkið?

Bara vel, konan er svo dugleg að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af litla, plús það þá er hann svo stiltur eins og pabbi sinn þannig þetta gengur bara vel

Er annað barn á leiðinni?

Nei vona ekki. Alveg nóg að sjá um barnið mitt og Ásgeir þannig eitt í viðbót væri full mikið.

Svo var heimasíðan að fá þær fréttir að þú værir hættur sem blaðberi, er það rétt? Ef svo er, hver er ástæðan?

Já það koma ekki fleiri fréttir um Blaðberadrenginn, var rekinn fyrir kvörtun. Fólk í blokkaríbúðum stelur Mogganum og mér var kennt um að vera ekki að dreyfa blöðunum á þá staði. 

Við þökkum Sléttiúlfinum fyrir þetta. Við vonum að hann geti einbeitt sér á fullu að knattspyrnunni í sumar og láti ekki brjálaða áskriftendur Morgunblaðsins hafa áhrif á sig.

Viðtöl við fleiri leikmenn munu hlaðast hér inn á næstu dögum, enda alltof stutt í mót, eða hvað?