Haukar efstir í fótboltanum

Haukar unnu Víking Ólafsvík í gærkvöldi 1-4 og eru á toppnum eftir fjóra leiki með 10 stig. HK og Selfoss mætast í dag en þau eru með sjö stig hvort. Þeir Úlfar Hrafn Pálsson, Guðjón Lýðsson, Hilmar Geir Eiðsson og Jónmundur Grétarsson skoruðu mörk Hauka. Leikskýrslan Umfjöllun um á leikinn á fotbolti.net

Þjálfarar óskast

Körfuknattleiksdeild Hauka óskar að ráða til starfa yfirþjálfara fyrir alla yngri flokka félagsins ásamt að kenna við íþróttaakademíu í Flensborg. Leitað er að einstaklingi sem hafi mikla reynslu af þjálfun í körfuknattleik. Æskilegt er að viðkomandi hafi íþróttakennaramenntun eða hafi lokið viðurkenndum þjálfunarnámskeiðum.  Þá er einnig leitað að þjálfurum fyrir nokkra af yngri flokkum deildarinnar.  Umsóknum skal […]

Henning þjálfar mfl. kvenna – Pétur áfram með strákana

Körfuknattleiksdeildin hefur ráðið Henning Henningsson sem þjálfara mfl. kvenna og mun hann stjórna liðinu á næstu leiktíð. Skrifað var undir samning þess efnis nýlega. Einnig var skrifað undir nýjan samning við Pétur Ingvarsson og mun hann halda áfram um stjórnartaumana hjá strákunum. Henning var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna á síðustu leiktíð en hann stjórnaði meistaraflokknum tímabilið […]

Afburðanemendur í Haukum

Haukar eiga ekki bara á að skipa besta liðinu á landinu í meistaraflokki kvenna, heldur eru þær einnig bráðgáfaðar.  Í síðustu viku útskrifaðist María Lind Sigurðardóttir frá Kvennaskólanum í Reykjavík með meðaleinkun upp á 9,61.  Hún var að sjálfsögðu dúx skólans og fékk meðal annars 10 á öllum lokaprófum ársins.  En María Lind er ekki […]

Jafnt í Mosfellsbænum

Það var fínt fótboltaveður sem boðið var upp á í Mosfellsbænum í kvöld þegar Afturelding tók á móti Haukum í 3.umferð 1.deildarinnar. En spilamennskan var ekki jafn góð, hún varð þó aðeins betri þegar leið á leikinn og á meðan varð kaldara í veðri. Heimamenn frá Mosfellsbæ skoruðu fyrsta markið eftir 12.mínútur en þar var […]

Afturelding – Haukar á föstudaginn – Haukar eru á toppnum

Þá er komið að 3.umferð 1.deildar karla sem hefst í dag, fimmtudag, Haukar leika hins vegar á morgun, föstudag gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum en þeir eru nýliðar í deildinni. Leikurinn hefst kl. 20:00.   Liðin mættust síðast í Íslandsmóti árið 2007 þegar liðin léku í 2.deildinni, Haukar unnu þá báða leikina, þann fyrri 1-2 í […]

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að deildin hafi gert samning við Aron Kristjánsson um að Aron muni halda áfram að þjálfa Íslandsmeistaralið Haukar næstu tvö árin. Með því að smella á Lesa meira má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni. Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka Aron Kristjánsson áfram við stjórnvölinn hjá Íslandsmeisturum Hauka […]

Þrjár Haukastelpur í landsliðinu

Henning Henningsson, landsliðsþjálfari A-landsliðs kvenna, hefur valið 12 manna hóp sem tekur þátt fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum nú í byrjun júní. Þrjár Haukastelpur eru í liðinu en þær eru: Helena Sverrisdóttir, Kristrún Sigurjónsdóttir og Ragna Margrét Brynjarsdóttir. Liðið leikur þrjá leiki á fjórum dögum en hér er dagskráin. Allur hópurinn Mynd: Ragna Margrét Brynjarsdóttir […]

Haukar á toppinn

Í dag unnu Haukar sinn annan leik í 1.deildinni í sumar þegar þeir tóku á móti Fjarðabyggð. Haukar skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Fjarðabyggðar. Það var algjört draumaveður á Ásvöllum í dag til knattspyrnuiðkunar. Logn eins og alltaf og sól. Leikurinn byrjaði frekar rólega, en gestirnir björguðu þó einu sinni á línu eftir hornspyrnu […]

Lokadagur félagaskiptagluggans er í dag

Félagaskiptaglugginn lokar hér á landi í dag og er mikið að gera á skrifstofu KSÍ að samþykkja öll félagaskiptin sem og hjá liðum landsins að ganga frá því að allir þeir leikmenn sem hafa skrifað undir samning við liðið verði löglegir í félaginu. Haukar er engin undantekning og hafa tveir leikmenn fengið félagsskipti í liðið […]