Jafnt í Mosfellsbænum

HaukarÞað var fínt fótboltaveður sem boðið var upp á í Mosfellsbænum í kvöld þegar Afturelding tók á móti Haukum í 3.umferð 1.deildarinnar.

En spilamennskan var ekki jafn góð, hún varð þó aðeins betri þegar leið á leikinn og á meðan varð kaldara í veðri.

Heimamenn frá Mosfellsbæ skoruðu fyrsta markið eftir 12.mínútur en þar var að verki Rannver Sigurjónsson. Fínt skot sem Amir Mehica átti lítinn séns í. Haukar reyndu að bæta aðeins í en það gekk hægt en þó eitthvað aðeins. Varnarmaður Aftureldingar var vikið af velli þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik eftir að hafa gefið Andra Janussyni framherja Hauka olnbogaskot.

Afturelding var einu marki yfir í hálfleik. Það tók þó ekki nema rétt rúmlega sjö mínútur fyrir Hauka að jafna metin en þar var að verki Hilmar Geir Eiðsson sem skoraði úr víti, eftir að brotið hafi verið á honum sjálfum. Spyrnan var mjög góð og átti markvörður heimamanna lítinn sem engan séns í hana.

Fleiri urðu mörkin ekki, Haukar náðu ekki að níta sér liðsmuninn betur en þetta en Amir Mehica var vel á verði skömmu fyrir leikslok þegar hann varði frábærlega aukaspyrnu frá Erni Kató Haukssyni. Jafntefli því staðreynd, 1-1.

Eftir 3.umferðina eru Haukar enn á toppnum ásamt tveimur öðrum liðum, Selfoss og HK. Næsti leikur Hauka er gegn Víking Ólafsvík á Ólafsvík, föstudaginn 29.maí klukkan 20:00. Næsti heimaleikur er hinsvegar föstudaginn 5.júní en þá leika Haukar gegn ÍA á Ásvöllum. 

Byrjunarlið Hauka: Amir Mehica, Jónas Bjarnason, Þórhallur Dan Jóhannsson, Goran Lukic, Gunnar Ásgeirsson, Úlfar Hrafn Pálson, Hilmar Trausti Arnarsson (Ásegir Þór Ingólfsson), Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Geir Eiðsson, Andri Janusson (Stefán Daníel Jónsson), Hilmar Rafn Emilsson (Garðar Ingvar Geirsson).

Ónotaðir varamenn: Kristinn Garðarsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson.