Haukar – Fjarðabyggð á laugardaginn

2.umferðin í 1.deild karla verður leikinn um næstu helgi en hún hefst á morgu, föstudag. Haukar munu þó leika gegn Fjarðabyggð á laugardaginn á Ásvöllum og hefst sá leikurinn klukkan 14:00. Fjarðarbyggð töpuðu fyrir Aftureldingu á Eskifirði í 1.umferð, 1-0, á meðan Haukar sigruðu Leikni 2-0 í Egilshöll með mörkum frá Guðjóni Pétri Lýðssyni og […]

Lokahóf handknattleiksdeildar á föstudaginn

Á föstudaginn næstkomandi, 15.maí fer fram lokahóf handknattleiksdeildar á Ásvöllum. En þá lýkur þessu handboltatímabili formlega hjá Haukum en þetta tímabil er búið að vera langt og strangt en að sama skapi mjög svo skemmtilegt. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta á lokahófið á föstudaginn og skemmta sér í góðum vinahópi. Hægt er […]

Haukar sigruðu fyrsta leikinn á tímabilinu

Fyrsti leikurinn hjá Haukum í 1.deildinni í sumar var leikinn í Egilshöllinni í kvöld, þegar Haukar og Leiknir Reykjavk mættust.  Haukar fóru með sigur úr bítum 2-0 með mörkum frá Álftnesingunum, Guðjóni Pétri Lýðssyni og Andra Janusson í upphafi seinni hálfleik. Lítið sem ekkert gerðist í leiknum í fyrri hálfleik fyrir utan stangarskot frá Guðjóni […]

Leiknir – Haukar í kvöld í Egilshöllinni!

Við viljum benda Haukafólki á það að breyting hefur verið gerð á leikstað á leiknum í kvöld. Leikur Leiknis og Hauka sem fram átti að fara á Leiknisvelli í kvöld fer fram í Egilshöllinni klukkan 20:00 í kvöld. Látið þetta berast á milli fólks svo að enginn fari fíluferð upp í Breiðholt. Leiknir – HaukarEgilshöll […]

Sigurbergur og Hanna best

Haukarfólk var mjög áberandi á lokahófi HSÍ sem fram fór á laugardagskvöld en mörg verðlaun kvöldsins komu í hlut okkar fólks. Sigurbergur Sveinsson og Hanna Guðrún Stefánsdóttir voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var valinn þjálfari ársins í karlaflokki en Díana Guðjónsdóttir hjá Haukum í kvennaflokki. Valdimarsbikarinn hlaut Arnar Pétursson, Haukum. Í liði ársins […]

Fyrsti leikurinn í Íslandsmótinu á morgun. Leiknir – Haukar

Fyrsta umferðin í 1.deild karla hófst í dag með fjórum leikjum. Umferðin lýkur svo á morgun með tveimur leikjum. Annar þeirra er leikur Hauka og Leiknis sem fram fer á Leiknisvelli í Breiðholtinu. Sá leikur hefst klukkan 20:00. Búist er við mjög spennandi leik á Leiknisvellinum á morgun en bæði Leiknir og Haukar hafa verið […]

Pistill: Freyr Brynjarsson

Handboltatímabilið er lokið með glæsilegum endi, en Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn síðastliðinn þriðjudag.  Freyr Brynjarsson sem spilaði lykilhlutverk í vörn Hauka í allan vetur og spilaði líklega hvað mest allra leikmanna Hauka varð 32ja ára einmitt síðasta þriðjudag og var þetta því enn skemmtilegra fyrir hann, enda verður maður ekki Íslandsmeistari á hverjum degi á […]

Hilmar Geir Eiðsson í viðtali – 3 dagar í fyrsta leik

Nú í dag eru heilir þrír dagar í fyrsta leikinn hjá meistaraflokki karla í 1.deildinni í sumar. Haukar heimsækja þá Leikni frá Reykjavík og hefst leikurinn klukkan 20:00 á mánudaginn. Nú dag mun þriðji Hilmarinn í liðinu svara nokkrum vel útvöldum spurningum frá fréttariturum Haukar.is.  Hilmar Geir Eiðsson spilar oftar á hægri kantinum, en hann […]

Fyrsti áratugurinn eign Hauka

Haukar unnu sinn áttunda Íslandsmeistaratitil í fyrradag þegar þeir báru sigur á Val í fjórum leikjum í úrslitum N1-deildar karla. Þar með skjótast Haukar upp fyrir Víkinga á lista yfir flesta Íslandsmeistaratitla en fyrir tímabilið voru bæði félög með sjö sigurár að baki.   Þeir rauðu er nú fjórða sigursælasta handknattleikslið landsins en aðeins Valur, […]