Lokadagur félagaskiptagluggans er í dag

Haukar

Félagaskiptaglugginn lokar hér á landi í dag og er mikið að gera á skrifstofu KSÍ að samþykkja öll félagaskiptin sem og hjá liðum landsins að ganga frá því að allir þeir leikmenn sem hafa skrifað undir samning við liðið verði löglegir í félaginu.

Haukar er engin undantekning og hafa tveir leikmenn fengið félagsskipti í liðið í dag. Um er að ræða þá Ellert Inga Hafsteinsson og Pétur Ásbjörn Sæmundsson. Sem og Garðar Smári Gunnarsson aðstoðarþjálfari meistaraflokks.

Ellert Ingi lék síðast í Þýskalandi en hann er uppalin hjá Haukum en lék með Leikni F. í 3.deildinni síðasta sumar. Ellert er fæddur árið 1987.

Pétur Ásbjörn sem fæddur er árið 1989 kemur til Hauka frá FH en hann hefur æft með Haukum síðasta mánuðinn og verður hann kominn með leikheimild fyrir leikinn á morgun en það hefur tekið ansi góðan tíma til að fá þessi félagsskipti í gegn og var Pétur því ekki löglegur í fyrsta leiknum í 1.deildinni. Við bjóðum Pétur Ásbjörn velkomin í Hauka.

Haukar hafa einnig lánað fjóra leikmenn úr 2.flokki til ÍH/HV en þeir munu þó mega spila með 2.flokknum í sumar. Þetta eru þeir, Enok Eiðsson, Gunnar Richter, Sindri Örn Steinarsson, Einvarður Már Hermannsson. Og þá hefur Guðmundur Freyr Pálsson gengið í raðir ÍH/HV en hann hefur verið í skóla í Bandaríkjunum síðustu tvo vetra.

Við minnum á leikinn á morgun hjá Haukum gegn Fjarðabyggð á Ásvöllum klukkan 14:00. Allir á völlinn.