Haukar á toppinn

Í dag unnu Haukar sinn annan leik í 1.deildinni í sumar þegar þeir tóku á móti Fjarðabyggð. Haukar skoruðu þrjú mörk gegn einu marki Fjarðabyggðar.

Það var algjört draumaveður á Ásvöllum í dag til knattspyrnuiðkunar. Logn eins og alltaf og sól.

Leikurinn byrjaði frekar rólega, en gestirnir björguðu þó einu sinni á línu eftir hornspyrnu og Hilmar Rafn Emilsson lét markvörð Fjarðabyggðar verja frá sér í ákjósanlegufæri.

Það voru hinsvegar gestirnir sem voru einu marki yfir í hálfleik eftir að hafa skorað nokkuð laglegt mark úr miðjum vítateignum eftir fyrirgjöf frá hægri.

Það var svo allt annað Haukalið sem mættu til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þrjú góð mörk. Andri Janusson skoraði það fyrsta en svo komu tvö mörk frá Hilmari Rafni Emilssyni.

Byrjunarlið Hauka í leiknum:
Amir Mehica, Jónas Bjarnason, Þórhallur Dan, Goran Lukic, Gunnar Ásgeirsson, Úlfar Hrafn Pálsson, Hilmar Trausti Arnarsson (Ásgeir Þór Ingólfsson), Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Geir Eiðsson, Hilmar Rafn Emilsson(Stefán Daníel Jónsson), Andri Janusson(Garðar Ingvar Geirsson).

Ónotaðir varamenn: Arnar Daði Arnarsson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson.

Hægt er að lesa ítarlegri umfjöllun um leikinn hér.

 Næsti leikur hjá Haukum er síðan næsta föstudag í Mosfellsbæ þegar Haukarnir heimsækja Aftureldingu en sá leikur hefst klukkan 20:00.

Mynd: Hilmar Rafn Emilsson skoraði tvö mörk í dag.