Henning þjálfar mfl. kvenna – Pétur áfram með strákana

Körfuknattleiksdeildin hefur ráðið Henning Henningsson sem þjálfara mfl. kvenna og mun hann stjórna liðinu á næstu leiktíð. Skrifað var undir samning þess efnis nýlega.

Einnig var skrifað undir nýjan samning við Pétur Ingvarsson og mun hann halda áfram um stjórnartaumana hjá strákunum.

Henning var aðstoðarþjálfari mfl. kvenna á síðustu leiktíð en hann stjórnaði meistaraflokknum tímabilið 2004-2005 þegar stelpurnar unnu sér sæti í efstu deild. Henning hefur þjálfað m.a. mfl. kvk. hjá KR og UMFG ásamt því að stjórna karlaliði Skallagríms og Hauka.

Hann er núverandi A-landsliðsþjálfari kvenna.

Pétur Ingvarsson framlengir samning sinn við Hauka en hann stjórnaði liðinu í fyrra í 1. deild karla. Liðið náði 3. sæti í deildinni og datt út í undanúrslitum fyrir Fjölni. Þeir komust einnig í 8-liða úrslit í bikarnum þar sem liðið lagði m.a. úrvalsdeildarlið Breiðabliks að velli.

Heimasíðan óskar þeim velfarnaðar í starfi.

Mynd: Henning og Pétur með Samúel Guðmundsson, formann Kkd. Hauka, á milli sín nýbúnir að skrifa undirstefan@haukar.is