Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

Halldór Harri

Halldór Harri

Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Haukum, hefur ákveðið að nýta sér ákvæði í samningi sínum við Hauka og hætta störfum að yfirstandandi tímabili loknu. Handknattleiksdeild Hauka hafði áður lýst yfir fullu trausti á störf Harra og óskað eftir áframhaldandi samstarfi til loka næsta tímabils.  Harri hefur þjálfað flesta leikmenn liðsins síðastliðin fjögur ár, fyrst í unglingaflokki og síðar í meistaraflokki.  Árangur liðsins hefur verið góður og svo sannarlega verður söknuður að missa þennan góða félaga úr þjálfarateymi Hauka.  Harri og Haukar hafa átt gott samstarf en Harri telur að nú sé góður tímapunktur fyrir sig að takast á við nýjar áskoranir sem og fyrir meistaraflokkinn.  Haukar stefna ótrauðir á að ná hámarksárangri í úrslitakeppninni i vor

og við erum þess fullviss að Harri og leikmenn liðsins munu snúa bökum saman þannig að sameiginlegum markmiðum okkar allra verði náð þegar að  leiðir skilja í vor.

 Handknattleiksdeild Hauka

 Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar

Sími: 894-6146

Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

Aron Kristjánsson ræðir við sína menn

Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að deildin hafi gert samning við Aron Kristjánsson um að Aron muni halda áfram að þjálfa Íslandsmeistaralið Haukar næstu tvö árin.

Með því að smella á Lesa meira má sjá fréttatilkynninguna í heild sinni.


Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild Hauka

Aron Kristjánsson áfram við stjórnvölinn hjá

Íslandsmeisturum Hauka

 

 

Handknattleiksdeild Hauka og Aron Kristjánsson hafa gengið frá samningi um að Aron haldi áfram þjálfun Íslandsmeistaraliðs Hauka næstu tvö árin. Karlalið Hauka hefur náð frábærum árangri undir stjórn Arons undanfarin tvö ár og Haukar eru því stoltir af því að félagið fái áfram notið krafta hans. Haukar ætla hér eftir sem hingað til að vera í fararbroddi í íslenskum handknattleik og er áframhaldandi samstarf við Aron veigamikill áfangi að því marki.

 

 

Með kveðju,

 

Þorvarður Tjörvi Ólafsson

formaður handknattleiksdeildar Hauka

Mynd: Aron þjálfar Hauka áfram – Friðrik S. Einarsson/handbolti.is