SS Bikarinn

Haukar og ÍBV buðu uppá frábæran handbolta í úrslitaleik SS bikarsins í Höllinni í dag. Leikurinn endaði með sigri ÍBV 35-32 og óskum við þeim til hamingju með Bikarmeistaratitilinn. Já, þetta var hörkuleikur og frábær handbolti. Margir voru á því fyrir leik að Haukastelpurnar yrðu í miklum vandræðum og að leikurinn væri nánast tapaður fyrirfram. […]

Haukastelpur í Höllinni

Nú fer óðum að styttast í úrslitaleikinn í bikarnum hjá mfl. kvenna þar sem stelpurnar okkar spila til úrslita við lið ÍBV. Leikurinn verður í Höllinni laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 13:00. Miðaverð kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn. Á leikdag ætlum við að hittast á Ásvöllum til að hita okkur […]

Skákæfing 24. Febrúar

Góð mæting var að venju á æfingu. Sextán mættu og tefldu allir við alla. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. Heimir Ásgeirsson 14 af 15 2. Guðmundur Guðmundsson 13 3. Þorvarður Ólafsson 12,5 4. Jón Magnússon 12 5. Auðbergur Magnússon 11 6. Stefán Pétursson 9,5 7. Ingi Traustason 9 8. Grímur Ársælsson 8 9. Sverrir Þorgeirsson 7,5 […]

Sjötta umferð Hellismótsins.

Sjötta umferð Hellismótsins var haldin í gær, mánudag, í húsakynnum Hellis. Fyrir umferðina var andrúmsloftið rafmagnað, spennan var það mikil. Mótið er opið upp á gátt og eru fleiri en tveir að bítast um sigurinn í mótinu. En snúum okkur að Haukamönnunum. Fyrstan ber að nefna Stefán Frey Guðmundsson. Hann stýrði svörtu mönnunum gegn Halldóri […]

Atskákmeistari Hafnarfjarðar 2004

Atskákmeistari Hafnarfjarðar 2004. Atskákmeistari Hafnarfjarðar er Heimir Ásgeirsson eftir bráðabana við Stefán Frey Guðmundsson. Heimir og Stefán urðu jafnir með 6 vinninga og þurfti 3 hraðskákir til að skera úr um hvor yrði Atskákmeistari Hafnarfjarðar 2004. Tefldar voru 7 umferðir Monrad og varð niðurröðun efstu mann á þessa leið: 1-2. Heimir Ásgeirsson 6v. 1-2. Stefán […]

Haukar-Valur mfl. kvenna

Stelpurnar okkar unnu góðan sigur19-17 á Val á Ásvöllum í dag. Þær skoruðu fyrsta markið, Valur jafnaði 1-1 en eftir það voru stelpurnar okkar með forystuna. Þær byrjuðu fyrri hálfleikinn vel, vörnin var mjög góð og sóknin fín og uppskeran var góð staða í hálfleik 14-6. Í seinni hálfleik gekk ekkert í sókninni en vörnin […]

Fram-Haukar mfl. karla

Strákarnir okkar heimsóttu Fram í Framheimilið í dag og unnu sigur 28-33. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en strákarnir okkar voru yfir 14-16 í hálfleik. Þeir héldu forystunni í seinni hálfleik en jafnt var 19-19. Þá sigu okkar menn framm úr og lönduðu góðum fimm marka sigri. Markahæstir voru Ásgeir Örn og […]

Klóna stuðningsmenn sig ???

Minnum á leiki helgarinnar hjá meistaraflokkunum. Á laugardaginn spila strákarnir við Fram kl. 16:30 og stelpurnar spila kl. 17:00 á Ásvöllum við Val. Já strákarnir kl. 16:30 í Framhúsi og stelpurnar kl. 17:00 á Ásvöllum. Stuðningsmenn Hauka eru duglegir að mæta á leiki, en það er sama hversu harðir og áhugasamir þeir eru, þá sér […]

Fimmta umferð Hellismótsins.

Eftir fimmtu umferð eru línurnar farnar að skýrast í Meistaramóti Hellis. Sigurður Daði Sigfússon, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson eru efstir og jafnir með fjóra vinninga. Haukamönnum gekk ekki vel í gær. Stefán Freyr Guðmundssonstýrði hvítu mönnunum á móti Davíð Kjartanssyni. Stefán Freyr fórnaði skiptamun snemma í skákinni. Davíð náði hinsvegar á undraverðan hátt að […]

Haukar-Stjarnan mfl.karla

Frábær 12 marka sigur hjá strákunum okkar er þeir unnu Stjörnuna 36-24 Ásvöllum í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og náðu góðri forystu strax í upphafi 7-2. Stjarnan náði að minnka í 9-7 en þá gáfu strákarnir okkar aftur í og staðan var 17-11 í hálfleik. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks minnkuðu gestirnir í […]