Fram-Haukar mfl. karla

Strákarnir okkar lönduðu tveimur stigum í baráttuleik í Framheimilinu í kvöld en þeir sigruðu með 34 mörkum gegn 33 mörkum Fram.

Haukar voru yfir fyrstu mínútur 2-4 og 4-6, en um miðjan fyrri hálfleikinn náði Fram forystu og var staðan í hálfleik 21-17. Í seinni hálfleik söxuðu okkar menn á forskotið og jöfnuðu 25-25 þegar um 20 mín. voru eftir af leiknum. Þeir komust síðan yfir og höfðu frumkvæðið það sem eftir var, þó oft væri ansi mjótt á munum.

Strákarnir okkar voru þreyttir í byrjun leiks, voru hreinlega á hælunum og það tók þá langan tíma að komast í gang. Sem kannski er ekki skrítið eftir mikið álag að undanförnu. Í fyrri hálfleik var nánast ekki spiluð nein vörn og markvarslan var eftir því. Í síðari hálfleik tóku þeir sig á, vörnin fór að virka og Birkir kom með fína vörslu, tók m.a. 4 víti. Þeir gerðu það sem til þurfti og uppskáru eftir því bæði stigin.

Fram-Haukar mfl. karla

Minnum á næsta leik hjá strákunum, á morgun miðvikudag kl. 19:15 við Fram í Framheimilinu.

Við hvetjum alla Hauka til að mæta en strákarnir okkar hafa staðið í ströngu undanfarið svo gott er fyrir þá að finna stuðning Haukaáhorfenda til að fleyta þeim yfir mestu þreytuna.

ÁFRAM HAUKAR

Fram-Haukar mfl. karla

Strákarnir okkar heimsóttu Fram í Framheimilið í dag og unnu sigur 28-33. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en strákarnir okkar voru yfir 14-16 í hálfleik. Þeir héldu forystunni í seinni hálfleik en jafnt var 19-19. Þá sigu okkar menn framm úr og lönduðu góðum fimm marka sigri.

Markahæstir voru Ásgeir Örn og Þorkell með 6 mörk hvor og Birkir Ívar varði yfir 20 skot.