Haukar-Stjarnan mfl.karla

Það var háspenna að Ásvöllum í kvöld er Haukar og Stjarnan gerðu jafntefli 28-28 í hörkuspennandi leik í mfl. karla. Leikurinn var þrælskemmtilegur á að horfa, fast tekist á og spennustigið hátt.

Gestirnir skoruðu fyrsta markið, Haukar jöfnuðu 1-1 og bættu við tveimur 3-1. Þá komu tvo Stjörnumörk 3-5. Haukar jöfnuðu 5-5 og síðan var jafn á öllum tölum 6-6, 7-7, 8-8 ……. og áfram í 13-13. Stjarnan skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og stóð 13-14 er flautað var til leikhlés.
Spennan hélt áfram í síðari hálfleik, Haukar skoruðu fyrsta markið, jafnt 14-14, 15-15, 16-16 og áfram jafnt í 20-20. Þá komu tvö mörk frá gestunum 20-22, en okkar menn voru fljótir að jafna 22-22. Áfram jafnt 23-23, 24-24. Stjarnan síðan yfir 24-26, Haukar jafna 27-27 og lokatölur 28-28

Haukar-Stjarnan mfl.karla

Frábær 12 marka sigur hjá strákunum okkar er þeir unnu Stjörnuna 36-24 Ásvöllum í kvöld. Þeir byrjuðu leikinn af krafti og náðu góðri forystu strax í upphafi 7-2. Stjarnan náði að minnka í 9-7 en þá gáfu strákarnir okkar aftur í og staðan var 17-11 í hálfleik.
Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks minnkuðu gestirnir í þrjú mörk 19-16 en þá sögðu strákarnir okkar hingað og ekki lengra og tóku leikinn algjörlega í sýnar hendur og uppskáru glæsilegan sigur.
Það var sama hver var inná, strákarnir voru allir að spila fanta vel. Markahæstur var Ásgeir Örn með 10 mörk og átti hann frábæran leik.