Skákæfing 17. Febrúar

Góð mæting hefur verið á æfingar í vetur. Yfirleitt í kringum 15-20 manns á hverri æfingu. Þess vegna hefur verið teflt eftir Monrad kerfinu á síðustu æfingum og hefur það reynst vel. Nú voru tefldar 8 umferðir og urðu úrslit eftirfarandi: 1. Heimir Ásgeirsson 13,5 af 16 2. Stefán Freyr Guðmundsson 13 3. Þorvarður Fannar […]

4. umferð Meistaramót Hellis

Fjórða umferð Meistaramóts Hellis var tefld í gær mánudag í húsakynnum Hellis í mjóddinni. Jafntefli varð raunin á efstu tveim borðunum og eru nú sjö sterkir skákmenn jafnir í fyrsta sæti. En svo við snúum okkur að haukamönnunum í mótinu. Sannkallaður „Derby“-slagur var á þriðja borði þar sem FH-ingarnir Sveinn Arnarsson(1490) hafði hvítt gegn Stefáni […]

Haukar-GróttaKR mfl.karla

Strákarnir okkar unnu frábæran sigur 33-26 á GróttuKR á Ásvöllum í dag. Það var jafnt á öllum tölum framan af og skorti töluvert á einbeytingu hjá okkar mönnum. Það var ekki fyrr en rétt undir lok fyrri hálfleiks að þeir náðu 2ja og 3ja marka forystu, 10-9, 13-10 og í hálfleik var staðan 13-11. Strax […]

Fram-Haukar mfl.kvenna

Góður sigur19-26 hjá stelpunum okkar á Fram í Safamýrinni í dag. Þær byrjuðu leikinn mjög vel, vörnin var fantagóð og staðan 2-11 eftir miðjan fyrri hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru eftir hrökk allt í baklás, vörnin hélt engu og ekkert gekk í sókninni og náði Fram að minnka muninn í 7-12. Byrjunin á seinni […]

Meistaramót Hellis

Nú er lokið þremur umferðum af sjö í Meistaramóti Hellis. Haukamennirnir þrír, þeir Stefán Freyr, Ingi Tandri og Sveinn, eru allir með tvo vinninga. Stefán Freyr lagði Jóhann Helga(TG) í skemmtilegum skandinava þar sem Jóhann Helgi lenti í erfiðu tímahraki. Ingi Tandri vann Margréti Jónu Gestsdóttur nær örugglega og Sveinn knésetti Halldór kára Sigurðsson í […]

Meistaramót Hellis

Þrír vaskir skákmenn úr skákdeild Hauka taka nú þátt í meistaramóti Hellis. Þeir heita Ingi Tandri Traustason(1495), Stefán Freyr Guðmundsson(1920) og Sveinn Arnarsson(1490). Fyrsta umferð hófst í gær, mánudagskvöld og urðu úrslit eftir bókinni. Stefán Freyr lagði Elsu Maríu Þorfinnsdóttur í stuttri skák, Ingi Tandri knésetti Halldór Gunnar Haraldsson, sem stundum hefur verið kallaður gestur […]

Skák úr SÞR ’04

Hvítt: Þórir Benediktsson Svart: Heimir Ásgeirsson 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e5 6. Re2…. sjaldgæft framhald en engu að síður vel þekkt. 6. ….. Bc5 7. Be3 Bx3 8. fxe3 Db6 9. Dd2 0-0 10. 0-0-0 d6 (10. …….Dxb2 er ekki gott vegna 11. Hb1 Da3 […]

Valur-Haukar mfl.karla

Það var boðið uppá frábæran leik þegar Haukar og Valur mættust á Hlíðarenda í kvöld. Staðan í hálfleik var 14-15 og endaði leikurinn með jafntefli 27-27 . Strákarnir okkar voru að spila vel, bæði í vörn og sókn en hlutirnir voru ekki að falla okkar megin og má kannski segja að jafntefli hafi verið ásættanlegt […]

Haukar-GróttaKR

Ekki gengu hlutirnir upp hjá stelpunum okkar í dag er þær töpuðu 35-37 fyrir GróttuKR á Ásvöllum. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og jafnt á flestum tölum. Í seinni hálfleik náðu gestirnir betri byrjun og voru yfir eitt til þrjú mörk. Stelpurnar okkar náðu að jafna 26-26 og jafnt var á öllum tölum í 31-31, […]

Haukar-HK mfl.karla

Stórglæsilegur sigur 30-23 hjá strákunum okkar á HK á Ásvöllum í kvöld. Strákarnir komu mjög ákveðnir til leiks og náðu strax forystu 4-1 og stjórnuðu leiknum eftir það. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 12-6. Gestirnir náðu að laga stöðuna og í hálfleik var 15-12. Í seinni hálfleik héldu strákarnir áfram af krafti og aldrei […]