Haukastelpur í Höllinni

Á laugardaginn, 10.mars, spila stelpurnar okkar til bikarúrslita gegn Gróttu í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 13:30 og að sjálfsögðu ætlum við Haukamenn að fjölmenna í Höllina og styðja okkar stelpur til sigurs.

Dagskráin hefst klukkan 10:30 á Ásvöllum. Þar verður boðið upp á andlitsmálun og annað til að hita upp fyrir átökin inn í Höll. Klukkan 12:30 verður svo boðið uppá ókeypis rútuferðir frá Ásvöllum inn í Höll. Leikurinn hefst klukkan 13:30. Eftir leikinn verður svo boðið uppá rútuferðir til baka á Ásvelli.

Fjölmennum í Höllina og hvetjum stelpurnar okkar til sigurs. Þær þurfa á öllum stuðning að halda.

Haukastelpur í Höllinni

Nú fer óðum að styttast í úrslitaleikinn í bikarnum hjá mfl. kvenna þar sem stelpurnar okkar spila til úrslita við lið ÍBV. Leikurinn verður í Höllinni laugardaginn 28. febrúar og hefst kl. 13:00. Miðaverð kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 400 fyrir börn.

Á leikdag ætlum við að hittast á Ásvöllum til að hita okkur upp fyrir SS-Bikarinn. Húsið opnar kl. 10:00 og þar byggjum við upp stemmingu fyrir leikinn. Haukabolir verða seldir á vægu verði, það verður m.a. boðið uppá andlitsmálun og ýmislegt fleira verður gert.

Saman förum við með strætó kl. 12:00 frá Ásvöllum og flytjum alla í Höllina, þar sem við styðjum að sjálfsögðu Haukana til sigurs. Eftir leik verða strætisvagnarnir aftur mættir og allir fara aftur á Ásvelli þar sem við komum saman hress og kát. Frítt er fyrir alla í strætó.

Framundan er erfiður leikur og í þann leik ætlum við Haukar að mæta með bros á vör, sama hvernig fer. Verum jákvæð og skemmtum okkur. Stelpurnar okkar þurfa á miklum og góðum stuðningi að halda, svo við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á þeim.

Nú mætum við öll í Höllina og styðjum stelpurnar okkar.
Góða skemmtun – Áfram Haukar

Haukastelpur í Höllinni

Nú styttist óðum í bikarleikinn hjá stelpunum sem verður í Höllinni laugardaginn 22. febrúar kl. 13.00. Við ætlum að hittast á föstudaginn uppá Ásvöllum kl. 17.00 og föndra saman, munið að taka með ykkur skæri. Um kvöldið verður síðan leikur hjá strákunum kl. 20.00 gegn KA sem mikilvægt er að sem flestir mæti einnig á.

Bikardaginn sjálfan ætlum við að hittast á Ásvöllum kl. 10.00 og hita okkur upp fyrir leikinn og mála okkur. Saman förum við með strætó (frítt í strætó fram og til baka) kl. 11.45 inní Höll, og að leik loknum komum við svo saman á Ásvöllum hress og kát.

Miðaverð á bikarleikinn er kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn(6 – 14 ára). Forsala verður á föstudeginum frá kl. 17.00 og á laugardeginum frá kl. 10.00 – 11.30.

Nú mætum við öll í Höllina og styðjum stelpurnar.
Áfram Haukar!!!