Haukar-Valur mfl.kvenna

Stelpurnar okkar urðu að játa sig sigraða er þær tóku á móti Val á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur 30-34.
Mikill hraði var í leiknum í byrjun og mörkin komu á færibandi. Jafnræði var með liðunum framan af en Valur náði 3ja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks 10-13 en smá barátta hjá Haukum skilað þeim einu marki þegar flautað var til leikhlés 14-13.
Í síðari hálfleik héldu gestirnir baráttunni áfram og sigu framúr, náðu mest átta marka forskoti en Haukar náðu aðeins að laga stöðuna fyrir leikslok.

Stelpurnar okkar mættu engan veginn tilbúnar í slaginn og voru á hælunum stærstan hluta leiksins. Vörnin var eins og gatasigti og markvarslan eftir því. Því miður náðist ekki sigur í kvöld og dýrmæt stig töpuðust.

Haukar-Valur mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur á Val á Ásvöllum í dag, níu marka stórsigur 27-18.

Í byrjun var leikurinn jafn og spennandi. Haukastelpur skoruðu fyrsta markið en Valur gerði næstu þrjú. Jafnt var 4-4, 5-5, 7-7 og 8-8 en undir lok fyrri hálfleiks kom góður kafli hjá stelpunum okkar og náðu þær fjögurra marka forskoti 13-9 áður en flautað var til hálfleiks.

Í síðari hálfleik skoruðu stelpurnar okkar fyrstu tvö mörkin 15-9 en þá kom góður kafli hjá Val sem minnkaði í 15-12. Stelpurnar okkar bættu við sig og tóku völdin, breyttu stöðunni í 24-14 og eftir það var aldrei spurning um sigur.

Þetta var frábær sigur og stelpurnar okkar mættu vel stemmdar til leiks, þrátt fyrir fyrsta tapið í deildinni á móti ÍBV s.l. helgi. Stigin tvö voru góð og styrkti stöðu þeirra á toppnum

Haukar-Valur mfl.kvenna

Stelurnar okkar unnur stórsigur á Val á Ásvöllum í kvöld 27-17. Þær lokuðu vörninni í byrjun og náðu strax góðu taki á leiknum, komust í 7-2, 11-3 og í hálfleik var 15-7. Í seinni hálfleik var mest 12 marka munur en aðeins var slakað á í lokin en sigurinn aldrei í neinni hættu.
Góður leikur og frábær sigur.

Haukar-Valur mfl. kvenna

Stelpurnar okkar unnu góðan sigur19-17 á Val á Ásvöllum í dag. Þær skoruðu fyrsta markið, Valur jafnaði 1-1 en eftir það voru stelpurnar okkar með forystuna. Þær byrjuðu fyrri hálfleikinn vel, vörnin var mjög góð og sóknin fín og uppskeran var góð staða í hálfleik 14-6. Í seinni hálfleik gekk ekkert í sókninni en vörnin hélt nokkuð vel. Það dugði til og tvö mikilvæg bættust við.

Markahæstar voru Ingibjörg Karls og Ramune með 4 mörk hvor.

Haukar-Valur mfl.kvenna

Stelpurnar okkar náðu ekki að landa sigri er þær tóku á móti Val á Ásvöllum í dag og töpuðu leiknum 27-29. Þær byrjðu leikinn vel og voru með yfirhöndina meiri hluta fyrri hálfleiks. Það var jafnt 3-3 og þá kom góður kafli og staðan 7-4. Aftur jafnt 7-7, síðan góður kafli og staðan 10-7. Enn náðu gestirnir að jafna 10-10 og það sem eftir var hálfleiksins var jafnt á öllum tölum, 11-11,12-12 og 13-13. Staðan í hálfleik var 13-14. Leikhléið fór ekki vel í stelpurnar okkar því Valsstelpur sigldu framúr í byrjun síðar hálfleiks 14-17. Stelpurnar náðu að minnka muninn í 16-17 en aftur juku gestirnir forskotið í 16-21. Haukarnir náðu að minnka nokkrum sinnum í tvö mörk en komust aldrei nær og töpuðu eins og fyrr segir 27-29.
Markahæst var Ramune með 13 mörk og Harpa með 8.