Daði semur við knattspyrnudeild Hauka

Daði Snær Ingason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Daði sem er 23 ára á að baki 38 leiki með Haukum í næst efstu deild en síðustu tvö tímabil spilaði hann með KÁ, varaliði Hauka, og skoraði m.a. 11 mörk í 14 leikjum á síðasta tímabili. Daði spilar jafnan sem framliggjandi miðjumaður og verður […]

STÓRLEIKUR Í KRIKANUM

Þá eru okkar menn komnir heim eftir 2 marka tap í Rúmeníu gegn CSM Focsani í þriðju umferð EHF European Cup. Þá er það bara áfram gakk og vinna næstkomandi laugardag, 4. des,  í seinni leik liðanna. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Ásvöllum og verða þeir áhorfendur sem sýna fram á neikvætt hraðpróf leyfðir! Það […]

LINKUR Á LEIK HAUKA OG C.S.M. FOCSANI

Meistaraflokkur karla leikur fyrri leikinn í þriðju umferð EHF European Cup í dag kl. 16:30 á íslenskum tíma. Liðið dróst eins og kunnugt er á móti rúmenska liðinu CSM Focsani. Hópurinn hélt út í langt ferðalag á fimmtudagsmorgun. LINKUR Á LEIKINN: https://m.youtube.com/watch?v=dj1sQ56Wok8&feature=youtu.be&fbclid=IwAR0FvKgrFBr-O4peNUUvsjWmBCU1Tf-Rc5ROlQ1uq2fNiIqwpqRtrK2heiI Seinni leikur liðana fer síðan fram á Ásvöllum eftir viku, þann 4. desember kl. […]

Berglind og Mikaela í U19 hópnum gegn Svíum

Þær Berglind Þrastardóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir hafa verið valdar í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttuleiki við Svíþjóð þann 27. nóvember kl. 16:00 í Kórnum og þann 29. nóvember kl. 14:00 í Akraneshöllinni. Jörundur Áki Sveinsson er landsliðsþjálfari U19 kvenna. Stjórn knattspyrnudeildar Hauka óskar þeim Berglindi og Mikaelu til hamingju með […]

Milos Peric semur við knattspyrnudeild Hauka

Markvörðurinn Milos Peric og knattspyrnudeild Hauka hafa skrifað undir samning þess efnis að Milos spili með Haukum á næsta tímabili í 2. deild karla. Milos, sem er 31 árs, á að baki 115 leiki með Fjarðabyggð sem og leiki í serbnesku úrvalsdeildinni. Milos kveðst mjög ánægður með að vera búinn að semja við Hauka. ,,Haukar […]

Leikmenn 2. og 3. flokks karla fræddust um leikreglur karlmennskunnar

Í gærkvöldi kom Þorsteinn V. Einarsson í heimsókn á Ásvelli og hélt fyrirlestur fyrir strákana okkar í 2. og 3. flokki í knattspyrnu um „Leikreglur karlmennskunnar“. Inn á vefnum karlmennskan segir að „Markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við […]

Gísli gerir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka

Gísli Þröstur Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka en hann á að baki 41 leik fyrir meistaraflokk karla og hefur skorað sjö mörk. Gísli, fæddur árið 2000, er leikinn kantmaður og hefur lagt upp töluvert af mörkum fyrir liðsfélaga sína. Stjórn knattspyrnudeildar fagnar nýjum samningi við Gísla. Ljósm. Hulda Margrét  

Máni gerir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka

Máni Mar Steinbjörnsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka en hann á að baki 54 leiki fyrir meistaraflokk karla og hefur skorað tvö mörk. Máni, fæddur árið 2000, er öflugur varnarmaður sem spilar að jafnaði sem hafsent en hann hefur þó spilað allar stöður í vörninni sem og djúp miðja. Stjórn knattspyrnudeildar fagnar […]

Arnór gerir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka

Arnór Pálmi Kristjánsson hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild Hauka en hann á að baki 33 leiki fyrir meistaraflokk karla og hefur skorað fjögur mörk. Arnór er flinkur miðjumaður og hefur lagt upp töluvert af mörkum fyrir liðsfélaga sína. Stjórn knattspyrnudeildar fagnar nýjum samningi við Arnór. Ljósm. Hulda Margrét