Victor Gauti semur við knattspyrnudeild Hauka

Victor Gauti Wium Jóhannsson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Victor, sem er fæddur 2003, er uppalinn í Haukum en spilaði með Vængjum Júpíters og 2. flokki Fjölnis á síðasta tímabili. Það er okkur í Haukum sönn ánægja að fá Victor aftur á Ásvelli en hann spilar jafnan sem varnarmaður. Ljósm. Hulda Margrét

Gunnar Örvar heim á Ásvelli

Gunnar Örvar Stefánsson hefur undirritað 2 ára samning við knattspyrnudeild Hauka og bjóðum við Haukarar hann innilega velkominn aftur á Ásvelli. Gunnar er uppalinn í Haukum og spilaði með félaginu upp í 2. flokk en fór eftir það norður yfir heiðar og kemur hann til félagsins frá KA. Hann á að baki 200 leiki í […]

Emily spilar með Haukum í Lengjudeildinni

Emily Armstrong hefur undirritað nýjan samning við knattspyrnufélag Hauka og mun spila með liðinu í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Emily er 28 ára markmaður og lék með Haukum á síðasta tímabili þar sem hún stóð sig mjög vel en hún er frá Bandaríkjunum. Þá lék hún með ÍBV í Pepsídeildinni 2018 þannig að hún er […]

HANDBOLTI: LEIKIR FRAMUNDAN

  Það er nóg um að vera hjá handboltanum næstu daga – Kvennaliðið á tvo útileiki og karlaliðið tvo heimaleiki! Á morgun, laugardag kl. 16:00, leika stelpurnar gegn liði Stjörnunar í TM-Höllinni. Mánudaginn, 15. nóv. fá strákarnir lið ÍBV í heimsókn á Ásvelli og hefst leikurinn kl. 18:00. Þriðjudaginn 16. nóv. spila stelpurnar gegn liði […]

BIRTA LIND Í 30 MANNA LANDSLIÐSHÓP

BIRTA LIND JÓHANNSDÓTTIR HEFUR VERIÐ VALIN Í 30 MANNA A&B LANDSLIÐSHÓP ÍSLANDS!  Hópurinn heldur út til Tékklands 23. nóv og tekur þar þátt í tveimur aðgreindum 4-liða mótum sem fara fram 25-27. nóvember. Við óskum Birtu Lind til hamingju og góðs gengis.

8 stelpur í Haukum valdar á æfingar hjá KSÍ

Haukar eiga átta fulltrúa á úrtaksæfingum yngri landsliða kvenna sem fram fara í nóvember. Þær Berglind Þrastardóttir, Erla Sól Vigúsdóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir hafa verið valdar á æfingar hjá U19 en Jörundur Áki Sveinsson er þjálfari liðsins. Þær Anna Rut Ingadóttir, Guðrún Inga Gunnarsdóttir og Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir hafa verið valdar á æfingar hjá […]

Haukar í Horni – Handbolti

Haukar í Horni handboltakortin eru orðin rafræn! Næstu daga munu Haukar í Horni handboltakortin berast meðlimum inní miðasöluappinu Stubbur. Þegar kortið er skráð berst tilkynning um slíkt frá Stubb með sms skilaboðum. Með upptöku kortsins í appinu þurfa meðlimir hér eftir að sækja sér miða á heimaleiki Hauka þar sem kortið gefur 100% afslátt af […]

Virðum grímuskyldu og fjarlægðarmörk.

Kæru Haukafélagar. Síðustu daga hefur smitum vegna Covid 19 fjölgað verulega. Búast má því við að sóttvarnarreglur verði hertar á næstu dögum. Knattspyrnufélagið Haukar vill hvetja foreldra og aðra þá sem heimsækja Íþróttamiðstöðina á Ásvöllum að fylgja núgildandi sóttvarnarreglum, grímuskyldu og fjarlægðarmörkum. Leggjum okkar af mörkum til að vinna bug á Covid 19 veirunni, öllum […]