Gunnar Örvar heim á Ásvelli

Gunnar Örvar Stefánsson hefur undirritað 2 ára samning við knattspyrnudeild Hauka og bjóðum við Haukarar hann innilega velkominn aftur á Ásvelli.

Gunnar er uppalinn í Haukum og spilaði með félaginu upp í 2. flokk en fór eftir það norður yfir heiðar og kemur hann til félagsins frá KA. Hann á að baki 200 leiki í meistaraflokki og hefur skorað 61 mark.

Gunnar hafði þetta að segja við undirskriftina. ,,Ég er mjög ánægður að vera kominn aftur heim í Hauka og er staðráðinn í því að hjálpa liðinu að komast upp um deild. Einnig verður frábært að vinna aftur með Atla sem og að spila aftur með nokkrum gömlum liðsfélugum frá því í yngri flokkunun.“

Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari meistaraflokks karla, segir að Gunnar sé einstakur leikmaður með eiginleika sem fáir hafa. ,,Hann er frábær í loftinu og með gríðarlegan líkamlegan styrk og þar fyrir utan góður slúttari. Geggjaður liðsstyrkur fyrir okkur og vopnabúrið verður allt annað með þennan leikmann innanborðs.“

Áfram Haukar. Félagið mitt.