Haukar í Horni – Handbolti

Haukar í Horni handboltakortin eru orðin rafræn!

Næstu daga munu Haukar í Horni handboltakortin berast meðlimum inní miðasöluappinu Stubbur. Þegar kortið er skráð berst tilkynning um slíkt frá Stubb með sms skilaboðum. Með upptöku kortsins í appinu þurfa meðlimir hér eftir að sækja sér miða á heimaleiki Hauka þar sem kortið gefur 100% afslátt af miðaverði.

Nánari upplýsingar um virkni kortsins má sjá hér, https://stubbur.app/arskort

Ef ykkur hefur ekki borist sms um að kortið sé komið inn í appið Stubb þá endilega hafið samband við skrifstofu handknattleiksdeildarinnar,

Áslaug: aslaugt@haukar.is / 866-9626 eða Aron Rafn: aronrafn@haukar.is / 846-2436, (milli 9.00-12.00 virka daga).

Einnig viljum við biðja ykkur um að senda staðfestingu á netfangi og símanúmeri ykkar á “handbolti@haukar.is”, vegna uppfærslu á gagnagrunni.