Berglind framlengir

Berglind Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við Hauka til næstu tveggja ára. Berglind sem er 25 ára hefur verið í Haukum síðan 2019 og verið mikilvægur hluti af Haukaliðinu síðan þá. Berglind getur leyst allar stöður fyrir utan ásamt því að vera góður varnarmaður og nýtist því Haukaliðinu vel á báðum endum vallarins.

Það er mikið gleðiefni að Berglind hafi framlengt samning sinn við félagið og er ekki neinn vafi um að Berglind eigi eftir að nýtast liðinu vel í keppninni á toppi Olísdeildarinnar. Áfram Haukar!