Jakob framlengir

Jakob Aronsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára.
Jakob sem er 22 ára er uppalinn Haukastrákur kom fyrst inn í meistaraflokk félagins tímabilið 2020-2021 og á hann leiki fyrir yngri landslið Íslands. Næstu 2 tímabil eftir það var Jakob mikið að klíma við meiðsli og veikindi sem höfðu áhrif á hversu mikið hann gat beitt sér og lék hann þau tímabil með U-liðinu. Síðasta sumar horfði hins vegar til betri vegar varðandi meiðslin og gat Jakob því prófað sig áfram undir meira álagi.

Jakob fór því til Aftureldingar á lán á nýliðnu tímabili þar sem hann nýtt tækifærið vel þegar leið á tímabilið og var hann einn af betri mönnum liðsins í úrslitakeppninni þar sem að Afturelding lenti í öðru sæti.
Það er því mikið ánægjuefni að Jakob framlengi samning sinn við Hauka og verður gaman að sjá hann í Haukatreyjunni að nýju eftir sumarið. Áfram Haukar!