Berglind og Mikaela í U19 hópnum gegn Svíum

Þær Berglind Þrastardóttir og Mikaela Nótt Pétursdóttir hafa verið valdar í U19 ára landslið Íslands í knattspyrnu sem leikur vináttuleiki við Svíþjóð þann 27. nóvember kl. 16:00 í Kórnum og þann 29. nóvember kl. 14:00 í Akraneshöllinni.
Jörundur Áki Sveinsson er landsliðsþjálfari U19 kvenna.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka óskar þeim Berglindi og Mikaelu til hamingju með valið og óskar þeim góðs gengis!
Áfram Ísland!

Fv. Berglind og Mikaela.

Ljósm. Hulda Margrét

U19 hópurinn gegn Svíþjóð.