Daði semur við knattspyrnudeild Hauka

Daði Snær Ingason hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.

Daði sem er 23 ára á að baki 38 leiki með Haukum í næst efstu deild en síðustu tvö tímabil spilaði hann með KÁ, varaliði Hauka, og skoraði m.a. 11 mörk í 14 leikjum á síðasta tímabili.

Daði spilar jafnan sem framliggjandi miðjumaður og verður virkilega ánægjulegt að sjá hann aftur í aðal liði Hauka enda bindum við miklar vonir við hann.

Daði Snær Ingason

Ljósm. Hulda Margrét