Anna Rut, Guðrún Inga, Ragnheiður og Rut semja við knattspyrnudeild Hauka

Fjórir leikmenn í 3. flokki kvenna hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka til næstu þriggja ára en þær hafa verið valdar í yngri landslið síðustu misserin og fengið tækifæri til að æfa með meistaraflokki kvenna. Um er að ræða leikmenn sem eru hluti af stórum og efnilegum 2006 og 2007 árgöngum í knattspyrnudeild Hauka.
Anna Rut Ingadóttir er fædd árið 2006 og spilar jafnan sem hafsent en hún spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki á síðasta tímabili í Lengjudeildinni. Anna var í síðasta úrtaki U16 ára landsliðs kvenna.
Guðrún Inga Gunnarsdóttir er fædd árið 2006 og spilar jafnan sem hægri kantur. Hún var einnig í síðasta úrtaki U16 ára landsliðs kvenna og kom inn á í æfingaleik með meistaraflokki gegn KR á dögunum þar sem hún átti góðan leik.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir er fædd árið 2007 og spilar jafnan sem framherji. Hún hefur fengið sín fyrstu tækifæri á æfingum með meistaraflokki í haust og kom inn á í sínum fyrsta leik gegn KR á dögunum þar sem hún skoraði eitt mark í 3-1 sigri, enn aðeins 13 ára gömul. Ragnheiður var í síðasta úrtaki U16 ára landsliðs kvenna.
Rut Sigurðardóttir er fædd árið 2007 og spilar sem miðjumaður. Hún hefur einnig fengið sín fyrstu tækifæri með meistaraflokki í haust og var í síðasta úrtaki U15 ára landsliðs kvenna.
Stjórn knattspyrnudeildar Hauka fagnar samningum við þær Önnu, Guðrúnu, Ragnheiði og Rut.
Ljósm. Hulda Margrét

Mynd fv. Rut, Ragnheiður, Anna og Guðrún