Leikmenn 2. og 3. flokks karla fræddust um leikreglur karlmennskunnar

Í gærkvöldi kom Þorsteinn V. Einarsson í heimsókn á Ásvelli og hélt fyrirlestur fyrir strákana okkar í 2. og 3. flokki í knattspyrnu um „Leikreglur karlmennskunnar“.

Inn á vefnum karlmennskan segir að „Markmið Karlmennskan er að varpa ljósi á íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir, hreyfa við þeim, skapa jákvæðri karlmennsku frekari sess og styðja í leiðinni við jafnrétti í íslensku samfélagi“.  Alltaf gott að minna sig á og fá tól og tæki til að taka með sér inn lífið, svo lengi lærir sem lifir og lífið er jú ekki bara fótbolti þó það sé vissulega stór hluti þess 😊

Fyrirlestur sem þessi er í anda þess sem barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Hauka vill standa fyrir og er nú þegar unnið að næsta fyrirlestri fyrir stelpur og stráka.

Við viljum efla starfið og umgjörðina fyrir krakkana okkar og ef þú ert með hugmynd að góðum fyrirlestri og útfærslu ekki hika við að koma hugmyndum áleiðis.

Árný Jónsdóttir og Guðrún Bergsteinsdóttir báru hitann og þunga af skipulagningu fyrirlestrarins og eiga þakkir skilið sem og stuðningsaðilar, þ.e. fyrirtæki og einstaklingar sem kostuðu fyrirlesturinn að fullu – Takk fyrir öll saman!

Áfram Haukar!