STÓRLEIKUR Í KRIKANUM

Þá eru okkar menn komnir heim eftir 2 marka tap í Rúmeníu gegn CSM Focsani í þriðju umferð EHF European Cup. Þá er það bara áfram gakk og vinna næstkomandi laugardag, 4. des,  í seinni leik liðanna. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Ásvöllum og verða þeir áhorfendur sem sýna fram á neikvætt hraðpróf leyfðir!

Það verður þó annar STÓRLEIKUR í millitíðinni en hann er gegn erkifjendum okkar í FH! Sannkallaður HafnarfjarðarTOPPslagur en liðin eru í fyrsta og öðru sæti deildarinnar, Haukar í því fyrsta með 16 stig og FH í öðru með 15 stig. Áhorfendur verða leyfðir á leiknum en framvísa þarf neikvæðu hraðprófi.

ÁFRAM HAUKAR