Æfingar hefjast aftur 4.maí

Kæra Haukafólk. Eins og flestum er eflaust kunnugt um mun íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri hefjast af krafti þann 4. maí. Íþróttastarf fullorðinna hefst einnig þann dag en með takmörkunum. Við hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar í öllum deildum á nýjan leik. Í einhverjum tilvikum verða lítilsháttar breytingar á æfingatímum og […]

Gunnar Gunnarsson tekur við meistaraflokk kvenna

Það er mikil ánægja innan herbúða handknattleiksdeilar Hauka að kynna Gunnar Gunnarsson sem nýjan Þjálfara hjá félaginu næstu þrjú árin. Gunnar hefur víðtæka reynslu af þjálfun hér og erlendis og hefur meðal annars verið aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Víking, Selfoss og Haukum en í Noregi þjálfaði hann lið Elverum og Drammen. Gunnar hefur áður þjálfað […]

Gleðilegt sumar!

Kæra Haukafólk, óskum ykkur öllum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn. Nú styttist senn í að allt íþróttastarf hefjist á ný hjá félaginu. Við höfum verið dugleg að hlýða Víði og höldum áfram að fara eftir þeim reglum sem þríeykið góða leggur okkur til á degi hverjum. Það er hins vegar engin ástæða til að […]

Bjarni og Ingvar stýra mfl. kvenna

Fyrr í dag var gengið frá ráðningu á þjálfurum fyrir mfl. kvenna n.k. vetur. Bjarni Magnússon verður aðal þjálfari og Ingvar Guðjónsson verður honum til aðstoðar. Er samningur þeirra til næstu tveggja tímabila. Bjarni og Ingvar þekkja vel til á Ásvöllum en báðir hafa þeir þjálfað liðið áður. Bjarni stýrði liðinu frá 2011 til 2014 […]

Stefán Huldar kominn heim

Markvörðurinn Stefán Huldar Stefánsson hefur gert samning við Handkanttleiksdeild Hauka. Stefán Huldar kemur til Hauka frá HK þar sem hann hefur verið síðustu ár en hann hefur einnig leikið með Gróttu, Fjölni og Víkingi. Stefán sem er uppalinn Haukamaður lék síðast með Haukum 2011 þegar hann lék 5 í úrvalsdeildinni og er því kominn aftur […]

Grétar Ari í atvinnumennsku

Grétar Ari Guðjónsson markvörður meistaraflokks er á leið í atvinnumennsku fyrir næsta tímabil. Grétar hefur verið aðalmarkvörður Haukaliðsins undanfarin 2 ár og verið einn af betri markvörðum deildarinnar, en í vetur var hann með næstbestu hlutfallsmarkvörslu allra markvarða í Olísdeildinni. Grétar varð Íslandsmeistari með Haukum árin 2015 og 2016 og einnig deildarmeistari árið 2019. Grétar […]

Ásgeir og Vignir leggja skóna á hilluna

Það er orðið ljóst að Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson hafa leikið sína síðustu leiki á handboltavellinum, en þeir félagar hafa tilkynnt að þeir munu leggja skóna á hilluna frægu í sumar. Ásgeir og Vignir hafa leikið með Haukum allan sinn feril hér á landi og verið fyrirliðar liðsins, voru báðir margfaldir Íslands-, bikar- […]

Geir Guðmundsson á Ásvöllum næstu þrjú tímabil

Örvhenta skyttan Geir Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við hkd. Hauka og kemur hann til liðsins í sumar frá franska liðinu Cesson-Rennes þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír frá árinu 2016. “Ég er mjög spenntur að spila fyrir Hauka á næsta tímabili, allan minn feril hafa Haukar verið toppklúbbur sem hefur […]

Knattspyrnufélagið Haukar fagnar 89 ára afmæli félagsins í dag, 12. apríl.

Knattspyrnufélagð Haukar fagnar 89 ára afmæli í dag. Hefðbundið afmæliskaffi félagsins verður ekki í boði í dag, eins og venja hefur verið, sökum þess ófyrirsjáanlega ástands sem ríkir. Haukar munu hins vegar halda veglegt afmæli á 90 ára afmæli félagsins á næsta ári. Íþróttamiðstöðin að Ásvöllum er enn lokuð og mun svo verða þar til […]