Gunnar Gunnarsson tekur við meistaraflokk kvenna

Það er mikil ánægja innan herbúða handknattleiksdeilar Hauka að kynna Gunnar Gunnarsson sem nýjan Þjálfara hjá félaginu næstu þrjú árin. Gunnar hefur víðtæka reynslu af þjálfun hér og erlendis og hefur meðal annars verið aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Víking, Selfoss og Haukum en í Noregi þjálfaði hann lið Elverum og Drammen. Gunnar hefur áður þjálfað lið í kvennaboltanum en hann þjálfði lið Gróttu/KR á sínum tíma.

Gunnar verður þjálfari meistaraflokks kvenna hjá félaginu auk þess mun hann sinna öðrum þjálfunar tengdum verkefnum hjá félaginu.

Við viljum óska leikmönnum og öðru Haukafólki til hamingju með þennan frábæra liðsstyrk.