Geir Guðmundsson á Ásvöllum næstu þrjú tímabil

Mynd: Cyril Mosqeron

Örvhenta skyttan Geir Guðmundsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við hkd. Hauka og kemur hann til liðsins í sumar frá franska liðinu Cesson-Rennes þar sem hann hefur leikið við góðan orðstír frá árinu 2016.

“Ég er mjög spenntur að spila fyrir Hauka á næsta tímabili, allan minn feril hafa Haukar verið toppklúbbur sem hefur barist um hvern einasta titil. Því er ég stoltur að vera orðinn Haukamaður.” sagði Geir um vistarskiptin.

Geir sem er Akureyringur hóf meistaraflokks ferlinn sinn með Akureyri, þaðan lá leið hans suður í Val áður en hann hélt út í atvinnumennsku.

“Við erum mjög ánægðir með að Geir hafi valið að ganga til liðs við okkur. Hann er kraftmikill leikmaður á góðum aldri. Við teljum að hann eigi eftir að falla vel inn í liðið okkar og geti vaxið enn meir sem leikmaður.” sagði Aron Kristjánsson sem tekur við þjálfun mfl. karla hjá Haukum í sumar.

Bjóðum Geir velkominn í Haukafjölskylduna