Knattspyrnufélagið Haukar fagnar 89 ára afmæli félagsins í dag, 12. apríl.

Knattspyrnufélagð Haukar fagnar 89 ára afmæli í dag. Hefðbundið afmæliskaffi félagsins verður ekki í boði í dag, eins og venja hefur verið, sökum þess ófyrirsjáanlega ástands sem ríkir. Haukar munu hins vegar halda veglegt afmæli á 90 ára afmæli félagsins á næsta ári.
Íþróttamiðstöðin að Ásvöllum er enn lokuð og mun svo verða þar til stjórnvöld heimila að íþróttastarfsemi hefjist að nýju, vonandi í næsta mánuði. Ég vil þakka iðkendum, þjálfurum og starfsfólki Hauka fyrir hversu vel hefur gengið að bregðast við þessum einstöku aðstæðum.
Haukar eru sterkt félag með mikið og gott bakland, öfugt starfsfólk og afburða þjálfara. Félagið mun komast í gegnum þessa ótrúlegu tíma enn sterkara en áður með samhentu átaki allra þeirra sem að félaginu koma.
Til hamingju með daginn kæru Haukafélagar og gleðilega páska.

Bestu kveðjur
Samúel Guðmundsson
Formaður Hauka