Bikarsaga karlaliðs Hauka í handboltanum

Annað kvöld, föstudag, verður sannkallaður stórleikur í undanúrslitum Coca Cola bikars karla þegar Haukar mæta ÍBV í Laugardalshöll kl. 20:00. Þriðja árið í röð er leikið eftir nýju fyrirkomulagi þar sem undanúrslitin eru einnig leikin í Laugardalshöll og er þetta annað árið í röð sem Haukastrákar taka þátt. Áður var það þannig að aðeins úrslitaleikurinn […]

Allir Haukafélagar á bikarhátíð í Höllinni

Enn og aftur eru Haukar með bæði meistarflokkslið sín í úrslitakeppninni um bikarmeistartitla ársins.  Þetta er glæsilegur árangur sem sýnir betur en annað, að Haukar eru með ein sterkustu handboltalið landsins bæði í meistaraflokki karla og kvenna. Lykillinn að góðum árangri í Laugardalshöll núna um helgina er að allir Haukafélagar mæti og styðji við bakið á okkar […]

Haukar eru með tvö lið í úrslitum hjá yngri flokkum í bikarnum á sunnudaginn

Haukar eiga tvö hörkulið í úrslitum yngri flokka í bikarnum en úrslitaleikir yngri flokka verða leiknir á sunnudaginn í Höllinni. Á dögunum vann 2. flokkur sé rétt til að keppa í úrslitum þegar þeir unnu frækinn sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. Lokatölur 23-25 (9-13). Þeir mæta Val í úrslitum og hefst leikurinn kl. 20:00. Þjálfari […]

Njarðvík – Haukar í Ljónagryfjunni kl. 19:15

Dominos deild kk. fer aftur af stað í kvöld, fimmtudaginn 26. febrúar, eftir bikarfríið og munu strákarnir gera sér ferð í Ljónagryfjunna og etja kappi með Njarðvíkinga. Haukar hafa unnið síðustu þrjá leiki sína og var góður stígandi í leik liðsins. Mjög mikilvægir sigrar unnust og náðist mikilvægir innbyrðis sigra á móti Stjörnunni og Þór […]

Bikarsaga kvennaliðs Hauka í handboltanum

Á morgun, fimmtudag kl. 17:15, leika Haukastelpur í undanúrslitum Coca Cola bikarsins. Þriðja árið í röð er leikið eftir nýju fyrirkomulagi þar sem undanúrslitin eru einnig leikin í Laugardalshöll og er þetta því annað árið í röð sem Haukastelpur taka þátt í því og annað árið sem mótherjinn í undanúrslitum er Valur. Áður var það […]