Final 4 nálgast óðfluga og miðasala í fullum gangi á Ásvöllum

Coca Cola bikarinn 2015Eins og allir vita þá eru Haukar með bæði karla – og kvennaliðið í undanúrslitum í Coca Cola bikarkeppninni, Final 4. Til að auka líkurnar á að við náum alla leið þurfa liðin á góðum stuðningi áhorfenda að halda. Eins og áður hefur komið fram er mikilvægt að Haukafólk kaupi miða á leikinn í forsölunni á Ásvöllum því þær tekjur renna til okkar en ekki af miðum keyptum á leikstað. Miðar eru seldir í afgreiðslunni á Ásvöllum fram að leikjum en á morgun miðvikudag verður miðasalan einnig opin frá 19:00 – 21:00. Tryggið ykkur endilega miða og tilvalið er að mæta í leiðinni á leik í undanúrslitum hjá 4. flokki karla en þeir fá Val í heimsókn í Schenkerhöllina á miðvikudaginn kl. 19:45.
Miðaverð á stakan leik er kr. 1.500 og kr. 500 fyrir börn 6-15 ára. Ef fólk kaupir miða á báða leikina þá kostar miðinn kr. 2.500 og kr. 500 fyrir börn 6-15 ára. Boðið verður upp á fríar rútuferðir.

Kennaleikurinn, Haukar – Valur,  er á fimmtudagin kl. 17:15. Rútan fer frá Ásvöllum kl. 16:15.
Karlaleikurinn, Haukar – ÍBV, er á föstudaginn kl. 20:00. Rútan fer frá Ásvöllum kl. 19:00.
Aftur, það kostar ekkert í rútuna og fara þær að sjálfsögðu til baka á Ásvelli að leikjum loknum.

Mætum með góða skapið og hvatninguna og tryggjum okkar liðum gott gengi.

Áfram Haukar!