Allir Haukafélagar á bikarhátíð í Höllinni

Lúðvík Geirsson

Lúðvík Geirsson

Enn og aftur eru Haukar með bæði meistarflokkslið sín í úrslitakeppninni um bikarmeistartitla ársins.  Þetta er glæsilegur árangur sem sýnir betur en annað, að Haukar eru með ein sterkustu handboltalið landsins bæði í meistaraflokki karla og kvenna.
Lykillinn að góðum árangri í Laugardalshöll núna um helgina er að allir Haukafélagar mæti og styðji við bakið á okkar fólki.   „Málum Höllina rauða“ og látum okkar stelpur og stráka finna að við stöndum við bakið á þeim.   Við ætlum að verja titilinn í karlaflokki og sækja aftur kvenna-bikarinn.
Það eru líka merk tímamót í bikarsögu Hauka í handboltanum.  Rétt 35 ár eru liðin frá því að meistaraflokkur karla tryggði sér fyrsta bikarsigurinn árið 1980.  Alls hefur karlaliðið unnið titilinn 7 sinnum og getur jafnað sigurmet Vals með því að klára dæmið á laugardaginn. Stelpurnar okkar hafa unnið bikarinn 4 sinnum.  Fyrsti bikartitillinn kom árið 1997, en þá sigruðu Haukar bæði í karla og kvennaflokki.  Nú er tækifæri til að endurtaka þann glæsilega árangur á laugardaginn kemur.
Á sunnudaginn eru síðan úrslitaleikir yngri flokka en þar eiga Haukar líka glæsilega fulltrúa. 4. flokkur karla (eldra ár) leikur við FH kl. 18:30 og 2. flokkur karla við Val kl. 20:00. Mætum einnig og styðjum við bakið á framtíðarleikmönnum okkar.

Haukakveðja,
Lúðvík Geirsson.