Skiltadeildin í handboltanum auglýsir eftir sjálfboðaliðum

Vinna við framkvæmd leikja mfl. karla og kvenna, uppsetning og frágangur á velli, skilti o.fl. ásamt gæslu á meðan leik stendur. Mæting oftast einum og hálfum klukkutíma fyrir leik.Áhugasamir hafi samband við Albert 899 6786 Guðjón 824 0032  eða mæta á fimmtudag kl. 18 Áfram Haukar!  

Handknattleiksdeild auglýsir eftir aðstoðarþjálfurum

Handknattleiksdeild Hauka auglýsir eftir tveimur aðstoðarþjálfurum fyrir annars vegar 7. flokk kvenna og hins vegar 5. flokk karla. Aðalþjálfari 7. flokks kvenna er Áslaug Þorgeirsdóttir og flokkurinn æfir þrisvar sinnum í viku: kl. 14.40-15.30 á mánudögum, 16.10-17.10 á fimmtudögum og kl. 10-11 á sunnudögum. Flokkurinn tekur þátt í fjórum mótum yfir veturinn, því fyrsta um […]

Tap í undanúrslitunum

Haukastelpur mættu Keflavík fyrr í kvöld í undanúrslitum Lengjubikars kvenna en leikið var í Ásgarði í Garðabæ. Stelpurnar sýndu flotta takta í leiknum og leiddu á köflum en Keflvíkingar voru sterkari í seinni hálfleik og unnu 93-84. Margir leikmenn lögðu sitt af mörkum í kvöld og það er spennandi vetur framundan hjá þessu unga og […]

Heimir Óli í smá spjalli fyrir stórleikinn gegn FH í kvöld

Það er sannkallaður stórslagur framundan hjá meistaraflokki karla í handbolta í kvöld þegar Patrekur mætir með sitt lið í Kaplakrikann þar sem Hafnarfjarðarslagur verður á boðstólnum klukkan 19:30. Í tilefni af leiknum þá setti heimasíðan sig í samband við einn af nýju mönnunum í liðinu en það er hinn uppaldi Haukamaður Heimir Óli Heimisson. Þetta […]

Nýir Þjálfarar Meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Haukar gengu í dag frá ráðningu Luka Kostic sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu til næstu þriggja ára.  Luka Kostic hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka Hauka með góðum árangri.  Hann  þekkir því vel til á Ásvöllum og vænta Haukar mikils af honum  við þjálfun meistaraflokks félagsins. Þá hefur Þórhallur Dan Jóhannsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari […]

Haukar með tvo fulltrúa í undanúrslitum Lengjubikarsins

KKÍ tilkynnti í morgun viðureignirnar í undanúrslitum Lengjubikarsins sem fara fram á morgun (fimmtudag) og á föstudaginn í Ásgarði í Garðabæ. Haukar eiga einir liða fulltrúa í undanúrslitum beggja kynja. Meistaraflokkur kvenna mætir Keflavík á morgun kl. 20:30. Meistaraflokkur karla mætir síðan KR á föstudaginn kl. 20:30. Mætum í Ásgarðinn og styðjum okkar lið áfram […]

FH – Haukar í Krikanum á morgun

Á sunnudaginn léku strákarnir sinn fyrsta heimaleik þegar lið Akureyrar mætti í heimsókn. Okkar menn áttu í erfiðleikum að finna taktinn í fyrri hálfleik en allt annað var að sjá til þeirra í þeim síðari. Matthías Árni kom með baráttuna í vörnina og þá fylgdi sóknin með. Lokatölur voru 24 – 23.  Annað kvöld er […]

Haukar með sterkan sigur á Stjörnunni

Ungt og bráðefnilegt lið Hauka skipað að stærstum hluta uppöldum Haukamönnum vann í kvöld góðan og sterkan sigur á reynslumiklu liði Stjörnunnar 94 – 85 á heimavelli Stjörnunnar í Ásgarði.  Með sigrinum tryggðu Haukar sé sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins. Haukar byrjuðu leikinn ekki vel  og náði Stjarnan 11-0 forystu eftir fyrstu 3 mínútur leiksins og […]

Haukar spila í kvöld í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins

Strákarnir spila í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla í kvöld er þeir halda í Ásgarð að etja kappi við heimamenn. Haukar lentu í öðru sæti A-riðils og mæta Stjörnunni sem eru sigurvegarar B-riðils. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður í beinni tölfræðilýsingu á www.kki.is