Nýir Þjálfarar Meistaraflokks karla í knattspyrnu.

Nýir þjálfarar meistaraflokks með formanni knattspyrnudeildar.

Haukar gengu í dag frá ráðningu Luka Kostic sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu til næstu þriggja ára.  Luka Kostic hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka Hauka með góðum árangri.  Hann  þekkir því vel til á Ásvöllum og vænta Haukar mikils af honum  við þjálfun meistaraflokks félagsins. Þá hefur Þórhallur Dan Jóhannsson verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks, en hann hefur starfað við hlið Luka við þjálfun yngri flokka félagsins undanfarin ár. Kristján Ómar Björnsson verður áfram í þjálfarateymi félagsins og mun sjá um styrktarþjálfun leikmanna.
Luka Kostic og Þórhallur Dan taka við  þjálfun liðsins  af Sigurbirni Erni Hreiðarssyni og Matthíasi Guðmundssyni. 
Haukar þakkar þeim félögum góð störf í þágu félagsins og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni. 

f.h. Knattspyrnudeildar Hauka
 
Jón Erlendsson, formaður knattspyrnudeildar