Upphitun á Ásvöllum fyrir leikinn gegn ÍR á föstudaginn

Haukar mæta ÍR í 1. deild karla nk. föstudagskvöld og hefst leikurinn kl. 20:00 á Ásvöllum.   Haukar í horni og aðrir stuðningsmenn ætla að hita upp fyrir leikinn enda afar mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem eru í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá efsta sætinu, en ÍR er í fimmta sæti […]

Aaryon Williams til Hauka

Haukar hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi leiktíð í 1. deildinni. Heitir sá Aaryon Williams og lék með New Mexico Highlands í 2. deild háskólaboltans vestra á síðustu leiktíð. Williams var meiddur allt tímabilið 2010-2011 og náði sér ekki almennilega á strik fyrr en á síðari hluta síðasta tímabils þar sem hann var […]

Stelpubúðir Helenu og Hauka 2012

Þann 11. og 12. ágúst næstkomandi ætla Helena Sverrisdóttir og Körfuknattleiksdeild Hauka að standa fyrir æfingarbúðum á Ásvöllum í Hafnarfirði. Búðirnar eru opnar öllum stelpum á aldrinum 11-16 ára og munu búðirnar standa yfir frá laugardagsmorgni til sunnudagseftirmiðdags. Það er um að gera að taka dagana frá en frekari upplýsingar verða auglýstar síðar en vakni […]

Eitt stig úr leikjum helgarinnar

Báðir meistaraflokkar Hauka í knattspyrnu léku á laugardaginn sl. í 1.deildum karla og kvenna. Stelpurnar biðu lægri hlut fyrir Sindra á Hornafirði 0-2 en strákarnir héldu vestur á bóginn og mættu þar BÍ/Bolungarvík. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli. Haukastelpur eru í 6. sæti 1.deildar kvenna en strákarnir sitja í 4. sæti 1.deildar karla. Bæði […]

Kári Jónsson fer á kostum með U15 ára landsliðinu

Kári Jónsson leikmaður Hauka hefur átt frábæra leiki með íslenska U15 ára landsliðinu á Copenhagen Invitational mótinu, Íslenska liðið hefur unnið alla 4 leiki sína til þessa og spilar til úrslita á mótinu kl: 13:45 á morgun. Íslenska liðið vann alla þrjá leiki sína í undanriðli mjög örugglega og vann síðan landslið Pólverja í dag […]

BÍ/Bolungarvík – Haukar í beinni útsendingu á morgun

Meistaraflokkur karla heldur á morgun, laugardag til Ísafjarðar og etur þar kappi við lið BÍ/Bolungarvíkur kl.14:00. Okkur voru að berast þau gleðitíðindi að leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á netinu á www.vestur.is  Til þess að komast beint í beinu útsendinguna er best að smella einfaldleg  bara á eftirfarandi slóð:  http://vestur.is/frettir/BEIN_UTSENDING_BIBolungarvik_-_Haukar/ Við þökkum þeim Ísfirðingum […]

Vorferð öldungaráðs

Hann var eftirvæntingarfullur 35 manna hópur félaga úr Öldungaráði Hauka sem lagði upp í óvissuferð sl. fimmtudag héðan frá Ásvöllum. Sólin  að brjótast út  úr skýjaþykkni á austurhimninum á þessum fimmtudagsmorgni sem gaf fyrirheit um góðan dag. Ekin var Krísuvíkurleið og Suðurstrandarvegur í sveitir Suðurlands með áningu og skemmtilegum fróðleikskornum fyrrum formanns félagsins, Eiríks Skarphéðinssonar. […]

ÍA lagði Hauka

ÍA og Haukar mættust í gærkvöld í 1.deild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli. Fyrirfram var vitað um erfiðan leik yrði að ræða fyrir Haukastelpur enda skaginn með sterkt lið þrátt fyrir að hafa kannski ekki sýnt það sem skildi í byrjun móts. Það fór hins vegar svo í gær að Skagastelpur mættu mun ákveðnari til […]

Stelpurnar halda upp á Skaga í kvöld

Haukastelpur mæta ÍA í kvöld kl.20:00 á Akranesvelli í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Óhætt er að segja að andstæðingur okkar stúlkna sé af erfiðari gerðinni í kvöld. Skagastúlkur fóru taplausar í gegnum mótsleiki undirbúningstímabilsins og unnu Faxaflóamótið og Lengjubikarinn með töluverðum yfirburðum. Í sumar hafa þær aðeins hikstað í byrjun og tapa stigum nokkuð […]

Haukar mæta Víking Ó á laugardag kl.14

Karlalið Hauka í knattspyrnu mætir á morgun, laugardag kl.14:00 liði Víkings frá Ólafsvík. Leikurinn fer fram á rennisléttu gervigrasinu á Ásvöllum. Haukar eru taplausir í deildinni en gestirnir hafa tapað einum leik, gegn Þór á Akureyri. Haukar sitja í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig líkt og Fjölnir sem er í öðru sætinu með betri […]